Þessi grein fjallar um matarsalt. Fyrir sölt í efnafræði, sjá salt (efnafræði). Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.

Salt er steinefni sem er að mestu gert úr natríumklóríði (efnatákn NaCl), sem er efnasamband sem tilheyrir söltum. Það er mikið af salti í sjónum, það eru 35 grömm af salti í lítra af sjó (3,5% selta).

Lag af salti við Dauðahafið.
Borðsalt
Saltkristall
Vinnsla sjávarsalts í Tælandii

Salt er notað til að bragðbæta mat og til að koma í veg fyrir að hann spillist. Bergsalt (steinsalt) er unnið úr saltnámum, en sjávarsalt er unnið úr sjó.

Salt er lífsnauðsynlegt og er eitt af grunnbrögðum bragðskynsins. Það er natríum (en ekki klór) sem er jónin sem spilar mikilvægt hlutverk í dýrum, hún er rafvaki(en), nauðsynleg fyrir starfsemi vöðva og tauga, og viðheldur réttum flæðiþrýstingi (osmótískum þrýstingi).

Matarsalt breyta

Matarsalt inniheldur snefil af öðrum efnum auk natríumklóríðs, t.d. kalíumjoðíð (K I) og efni sem hindra myndun kekkja.

Joði er oft bætt við til að koma í veg fyrir joðskort hjá almenningi. Aðeins þarf örlítið magn af joði til að hindra joðskort. Joðskortur veldur greindarskorti. Sums staðar er flúori bætt við til að koma í veg fyrir tannskemmdir, og járni til að koma í veg fyrir blóðleysi.

Iðnaðarsalt breyta

Aðeins um 6% af öllu því salti sem unnið er í heiminum er matarsalt, afgangurinn er iðnaðarsalt sem er notað í iðnaðarframleiðslu af ýmsu tagi, til að draga úr hálku á vegum, eða í landbúnaði. Gerðar eru mun strangari kröfur til hreinleika og efnainnihalds matarsalts en iðnaðarsalts og það er því mun dýrara.

Iðnaðarsaltmálið á Íslandi 2012 breyta

Í janúar 2012 sögðu íslenskir fjölmiðlar frá því að salt sem Ölgerðin og áður Danól höfðu flutt inn, að minnsta kosti frá 1998, og selt til fjölda fyrirtækja í matvælaiðnaði var ekki borðsalt, heldur iðnaðarsalt, sem ekki þarf að standast sömu kröfur og salt sem ætlað er til manneldis. Forsvarsmenn Ölgerðarinnar kváðust ekki hafa vitað að saltið væri ekki ætlað til neyslu.[1]

Tilvísanir breyta

  1. Iðnaðarsalt í matvæli. Á vef RÚV, skoðað 15. janúar 2012.

Tenglar breyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.