Símon vandlætari var einn af postulunum sem fygldu Jesú. Hann er sá tíundi í röðinni í nafnalista Lúkasarguðspjalls og í Postulasögunni en ellefti í hinum samstofna guðspjöllunum tveimur. Símon er einn af þeim postulum sem minnst er um vitað um.

Í bláupphafi Postulasögunar er hann nefndur með nafni:

Þá sneru þeir aftur til Jerúsalem frá Olíufjallinu, sem svo er nefnt og er í nánd við Jerúsalem, hvíldardagsleið þaðan. Er þeir komu þangað, fóru þeir upp í loftstofuna, þar sem þeir dvöldust: Pétur og Jóhannes, Jakob og Andrés, Filippus, Tómas, Bartólómeus, Matteus, Jakob Alfeusson, Símon vandlætari og Júdas Jakobsson. Allir þessir voru með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum. María, móðir Jesú, var líka með þeim og bræður hans.

Símon er sagður hafa verið meðlimur í herskáum gyðinglegum trúflokki sem barðist gegn Rómverjum í Palestínu frá árinu 6. e. Kr. og þar til Jerúsalem féll árið 70, og nefndist sílótar eða vandlætarar. Sumir hafa þó dregið í efa að postulanum hafi áskotnast þetta auknefni af tengslum við sílótana, heldur miklu fremur af áhuga sínum og krafti við útbreiðslu fagnaðarerindisins.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.