Sæliljur (fræðiheiti: crinoidea) er hópur skrápdýra sem lifa í sjónum. Sæliljur geta lifað bæði mjög grunnt en einnig alveg niður í 6 kílómetra dýpi. Sæliljur geta verið fastar við botninn en einnig geta sumar tegundir synt um höfin með örmum sínum.

Sæliljur
Sælilja, Apo Reef, hjá Filipseyjum
Sælilja, Apo Reef, hjá Filipseyjum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Skrápdýr (Echinodermata)
Undirfylking: Pelmatozoans
Flokkur: Crinoidea
Miller, 1821
Undirflokkar

Articulata (540 tegundir)
Cladida
Flexibilia
Camerata
Disparida

Jimbacrinus bostocki

Um 5000 tegundir af sæliljum hafa fundist í steingervingum frá fyrri tímum en í dag er talið að um 600 tegundir séu en á lífi. Um 80 tegundir eru svokallaðar botn sæliljur, það er að þær eru fastar við botninn með stilk en þessar tegundir eiga það til að lifa dýpra en þær 540 tegundir sem eru stilkslausar. Fundist hafa allt að 50 tegundir af sæliljum á einu kóral rifi í Kyrrahafinu og er þéttleikinn svo mikill að allt að 12 tegundir geta fundist á einum fermetra.

Svo virðist vera að sæliljur lifi helst í heitum sjó en fundist hafa nokkrar tegundir í kaldari sjó eins og við Ísland. Nú síðast í neðansjávarmyndatökuleiðangri Hafrannsóknastofnunar Íslands á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni, í lok júní 2012, en hann fór fram í Háfadjúp, kantinum austan við Háfadjúp og í Reynisdjúpi. Fundust víða miklar breiður af sæliljum á leirbotni á um 500 metra dýpi.[1]

Líffræði og saga breyta

 
Sælilja með stilk

Sæliljur hafa munn á efra yfirborði sem er umkringdur fóðrunarörmum. Þær hafa U-laga maga og endaþarmurinn er við hliðin á munninum. Flestar tegundirnar hafa fleiri en fimm arma. Sæliljur eru oftast fastar með stilk við jörðina þegar þær eru ungar en losna svo og synda frjálsar þegar þær þroskast. Þær nærast með því að grípa fæðu úr sjónum með því að opna arma sína þegar armarnir hafa gripið fæðuna þá færist fæðan með ákveðnu ferli með hjálp slímhúðar sæliljurnar í átt að munninum. Stærð fæðunnar er á bilinu 50 – 400µm. Fæðan er margskonar allt frá kísilþörungum til hryggleysingja lifrum og litlum krabbadýrum. Armarnir eru einnig mikilvægir fyrir þær sæliljur sem eru stilkslausar að geta synt. Með því að slaka og spenna vöðva í örmunum geta sæliljur synt.Flokkur sælilja Antedon geta synt með þessum hætti, en vegna þess hversu orkukræft þetta er þá láta flestar sæliljur duga að láta strauminn bera sig.

Innri líffæri eru nánast aðeins fyrir meltingu og æxlun. Einnig virðist vera mikill massi í kjarnanum sem er notaður til að endurbyggja líkamshluta. Því miður eru allir flokkar sælilja útdauðir nema einn flokkur sem heitir Articulata. Af steingervingum að dæma þá virðist útbreiðsla sælilja hafa verið mest á fornlífsöld en allir nema einn flokkur virðast deyja út á Permtímabilinu.

Stærsta sælilja sem fundist hefur, Metacrinus superbus var 1,5 metri að stærð, en stilklausar sæliljur eru oftast minni en þær sem hafa stilk en stærsta stilklausa sæliljan, Helimetra glacialis, var 35 cm að þvermáli. Sæliljur eru annað hvort karlkyns eða kvennkyns. Þær hafa engann sérstakann kynkirtil en framleiða kynfrumur í kynfærum sem finnast í örmum þeirra. Þessi kynfæri rifna að lokum og þá sleppa sæði og egg í sjóinn í kring. Frjóvgað egg klekst og sleppir syndandi lirfu. Lirfan nærist ekki og er líftími hennar aðeins nokkrir dagar en hún verður að geta komið sér fyrir á botninum og fest sig við botninn. Lirfan umbreytir sér svo í stilkaða sælilju. Sæliljur eru 10-16 mánuði að verða kynþroska.

Árið 2005 fannst stilkuð Sælilja sem togaði sig áfram með örmum sínum og dróg stilkinn með sér. Það kom rannsóknarmönnum á óvart að hún gat ferðast á allt að 0,6 m/klst með þessum hætti. Líklega hefur stærsta sælilja verið Pentacrinites sem er nú útdauð en stilkurinn á þeim gat verið nokkrir metrar að lengd. Stærsti steingervingur sem fundist hefur af Pentacrinites var 40 metrar að lengd.

Sæliljur eiga óvini eins og flest önnur dýr í hafinu. Einnig vegna fjölda arma þá notfæra önnur smærri dýr armanna til að fela sig frá óvinum þeirra, stundum verða sæliljurnar fyrir skaða vegna þess að dýr leita af önnur smærri dýrum inn á milli armanna. Að minnsta kosti nýju tegundir eru þekktar sem fæðist á sæliljum, flest þessara dýra lifa á kóral svæðum. Triggerfiskurinn (balistoides conspicillum) er þekktur óvinur sæliljanna en hann bítur arma af þeim. Einnig Silfraði sjólabbinn (chrysophrys auratus) en hann er eini þekkti fiskurinn sem étur sæliljurnar heilar. Fleiri tegundir eru krabbar og krossfiskar. Sem betur fer fyrir sæliljurnar þá hafa þær ótrúlegan hæfileika til að endurbyggja arma og jafnvel líffæri sem étin hafa af óvinum þeirra.

Af þeim 625 tegundum sem eru þekktar eru 550 af þeim stilklausar. Sæliljum er skipt í 17 fjölskyldur:

Antedonidae, Aporometridae, Asterometridae, Atelecrinidae, Calometridae, Charitometridae, Colobometridae, Comasteridae, Eudiocrinidae, Himerometridae, Mariametridae, Notocrinidae, Pentametrocrinidae, Ptilometridae, Thalassometridae, Tropiometridae, Zygometridae.

Hvergi er að finna gögn um efnahagslegt mikilvægi en mögulega til framtíðarinnar litið er hægt að finna með rannsóknum og nýsköpun eitthvað mikilvægt sem hægt er að vinna verðmæti úr. Engar beinar rannsóknir hafa verið gerðar á sæliljum hér við land en þær hafa komið í ljós hér við land í eins og fyrr sagði neðansjávarmyndartökuleiðangri hjá Bjarna Sæmundssyni.

Tilvísanir breyta

  1. „Djúpsjávarlífverur og kóralar í Háfadjúpi“. Hafransóknarstofnunin. Sótt nóvember 2012.

Tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist