Sána eða sánabað (úr finnsku sauna) er þurrhitabað þar sem loftinu er haldið heitu sem maður situr í hálfklæddur eða nakinn. Hitinn og gufan í sánu láta gestina svitna. Sána í sinni núverandi mynd á rætur sínar að rekja til Finnlands. Þar eru innbyggðar sánur í nánast öllum heimahúsum.

Nútímasána í Finnlandi

Saga breyta

Í sinni elstu mynd var sána hola sem grafin var í hól eða hæð og var notuð sem dvalarstaður á veturna. Í sánunni var eldstæði með heitum steinum. Vatninu var hellt yfir steinana til að búa til gufu og auka hitaskynjunina. Þetta gerði það að verkum að fólk gæti farið úr fötum. Þessi tegund af sánu er nú kölluð savusauna á finnsku eða „reyksána“. Munurinn á henni og nútímasánu var sá að reyksána var hituð upp með því að brenna við í 6–8 tíma undir steinastafli sem nefnist kiuas. Að brennslunni lokinni var reykinum hleypt út og svo nutu gestir hitans eða löyly. Slíkar sánur gætu haldist heitar í allt að 12 tímar.

Sánur voru algengar í Evrópu á miðöldum. Vegna útbreiðslu sárasóttar á 16. öld dó sánumenning út víðast hvar í álfunni að Finnlandi undanteknu. Helsta ástæða fyrir því var sú að sárasótt breiddist aldrei mikið út þar.

Eftir iðnbyltinguna varð notkun viðarofna með reykháfi til að hita sánur algengari. Lofthitinn í sánum var oft í kringum 70–100 °C en fór stundum yfir 110 °C. Eftir seinni heimsstyrjöld urðu sánur vinsælar í Skandinavíu og þýskumælandi löndum. Í stríðinu byggðu finnskir hermenn sánur við vígvelli og í skotbyrgjum. Þýskir hermenn kynntust því sánunni og kom með sánumenningu heim til Þýskalands. Vinsældir sánunnar jukust þar á seinni hluta 20. aldar og náðu einnig til Sviss, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar.

Í fornleifarannsóknum á Grænlandi og Nýfundnalandi fundust mannvirki sem svipa mikið til skandinavísku sánunnar.

Í dag breyta

Yfirleitt væri lofthiti við 100 °C óbærilegur og mögulega lífshættulegur ef um langan upplægistíma er að ræða. Þetta mál er leyst í sánu með því að halda rakastiginu lágu. Jafnvel í heitustu sánunum í Finnlandi er rakastiginu haldið í jafnvægi með því að hella vatni yfir heita steina.

Lofthitinn er oftast yfir daggarmarki vatns jafnvel þegar vatni er hellt yfir steinana. Líkamshiti sánagesta fer ekki yfir 38 °C sem gerir það að verkum að vatnið þéttist á húðinni. Þessi þétting býr til hita.

Í flestum sánum eru misháir bekkir sem gestir geta notað til að fá meiri eða minni hita. Í velhitaðri sánu á þó ekki að vera mikill munur á hitastiginu við ólíka bekki. Halda þarf hurðinni lokinni til þess að hitastigið lækki ekki um of.

Notkun breyta

 
Vihta eða vasta er knippi birkigreina sem maður notar til að slá húðina í sánu.

Það getur tekið allt að hálftíma að hita sánu upp fullkomlega. Í Finnlandi tíðkast að fara í sturtu áður en farið er í sánuna. Hitinn í finnskri sánu er oftast í kringum 80–100 °C. Vatni er hellt yfir heita steina til að búa til gufu. Á finnsku nefnist gufan löyly en orðið á einungis við um gufu sem verður til í sánu.

Í finnskri sánu er stundum notaður knippi birkigreina sem heitir vihta (eða vasta í Austur-Finnlandi) til að slá húðina. Þetta lætur vöðvana slaka á og getur dregið úr ertingu vegna moskítóflugubita. Þegar hitinn verður óþolandi á maður samkvæmt hefð að stökkva í stöðuvatn eða sjóinn eða fara í sturtu. Á veturna stingur fólk sér stundum ofan í snjóinn í staðinn.

Eftir að manni hefur kólnað eftir fyrsta baðið er farið aftur í sánuna. Fólk fer oft tvær eða þrjár ferðir. Að ferðunum loknum þvær maður sér vandlega.

Heimildir breyta