Running Bear er lag samið af Big Bopper (J. P. Richardson) en þekktast í flutningi Johnny Preston frá árinu 1959. Preston söng lagið inn á plötu með Big Bopper og George Jones sem sungu bakraddir. Lagið sat í efsta sæti bandaríska vinsældalistans frá 18. janúar til 1. febrúar 1960.

Running Bear
smáskífa
FlytjandiJohnny Preston
Lengd2:39
ÚtgefandiMercury Records
StjórnBill Hall

Saga breyta

Richardson bauð Preston að syngja lagið á skemmtistað. Árið 1958 tók Preston upp lagið í Gold Star Studios í Houston. Upptökustjóri var Bill Hall, Link Davis blés í saxófón og þeir Richardson, Hall og Jones kyrjuðu indjánatakta fyrir bakraddirnar.

Preston komst á mála hjá Mercury Records og lagið kom út í ágúst 1959, sjö mánuðum eftir að Big Bopper lést í flugslysi.

Lagið komst í fyrsta sæti breska vinsældalistans árið 1960.

Innihald lagsins breyta

Lagið fjallar um „Running Bear“, ungan og hugrakkann indjána, og hina ungu indjánamær „White Dove“ sem eru ástfangin. Tvennt skilur þau að; annars vegar að þau eru úr stríðandi indjánabálkum og hins vegar að á milli þeirra er straumhörð á sem myndlíking um aðskilnað þeirra. Undir lok lags vaða þau bæða út í ánna og kyssast áður en þeim skolar niður með straumnum og drukkna bæði.