Sir Ronald Syme (11. mars 19034. september 1989) var nýsjálenskur sagnfræðingur og fornfræðingur.

Æviágrip breyta

Syme var fæddur og uppalinn á Nýja sjálandi. Hann nam franskar bókmenntir og fornfræði við háskólann í Auckland. Árin 1925 –1927 nam hann fornfræði við Oxford háskóla á Bretlandi og brautskráðist þaðan með gráðu í fornaldarsögu og heimspeki. Árið 1949 hlaut hann stöðu Camden-prófessors í fornaldarsögu við Brasenose College í Oxford og gegndi hann þeirri stöðu til starfsloka. Syme var einnig félagi á Wolfson College í Oxford frá 1970, þar sem árlegur fyrirlestur er haldinn í minningu hans.

Hann var aðlaður árið 1959. Syme hélt áfram skrifum sínum um fornfræði þar til hann lést 86 ára gamall.

Ritverk breyta

Helsta rit Symes var The Roman Revolution (1939), sem var greining á rómverskum stjórnmálum í kjölfar morðsins á Júlíusi Caesar.

Syme samdi einnig ævisögu Tacitusar í tveimur bindum (1958) og rit um rómverska sagnaritarann Sallústíus (1964).

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.