Roberto Di Matteo (fæddur 29. maí 1970 í Sviss) er ítalskur fyrrum knattspyrnumaður og knattspyrnuþjálfari. Di Matteo spilaði sem miðherji fyrir svissnesku liðin Schaffhausen, Zürich og Aarau áður en hann gekk til liðs við Lazio á Ítalíu og Chelsea FC á Englandi. Hann spilaði 34 leiki með landsliði Ítalíu og skoraði 2 mörk.

Di Matteo.

Di Matteo hóf þjálfaraferil sinn með Milton Keynes Dons og West Bromwich Albion á Englandi. Hann var aðstoðarþjálfari Chelsea árið 2011-2012 og svo bráðabirgðaþjálfari hluta árs 2012. Á þessum tíma vann Chelsea FA-bikarinn á Englandi og Meistaradeild Evrópu.

Di Matteo þjálfaði síðar Schalke 04 í Þýskalandi og síðast Aston Villa á Englandi.

Heimild breyta