Rómantísk gamanmynd

Rómantísk gamanmynd er tegund af gamanmynd þar sem meginþráður myndarinnar er ástarsaga. Rómantískar gamanmyndir eru arftakar svokallaðra screwball-gamanmynda þar sem furðulegar uppákomur, misskilningur og ærsli einkenna samdrátt elskendanna. Rómantískar gamanmyndir eru yfirleitt mun alvarlegri en screwball-myndir og farsar og einkennast gjarnan af söguþræði þar sem söguhetjurnar kynnast, skilja (oft ósáttar) en gera sér síðan smátt og smátt grein fyrir að þær eru „skapaðar hvor fyrir aðra“. Rómantískar gamanmyndir hafa alltaf góðan endi þar sem söguhetjurnar játa ást sína í lokin. Söguþráður af þessu tagi er vel þekktur t.d. úr verkum Shakespeares á borð við Ys og þys út af engu.

Kathryn Grayson í myndinni Sjö blómarósir frá 1942
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.