Pinus strobiformis er meðalstór fura sem er ættuð frá suðvestur Bandaríkjunum og Mexíkó. Hún er vanalega hálendisfura sem vex með öðrum barrtrjám (í hálendisskógi).

Pinus strobiformis

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Quinquefoliae
subsection Strobus
Tegund:
P. strobiformis

Tvínefni
Pinus strobiformis
Engelm.
Náttúruleg útbreiðsla
Náttúruleg útbreiðsla

Lýsing breyta

Pinus strobiformis er beinvaxið, grannt tré, að 30 m hátt og 1m í þvermál. Börkurinn er sléttur og silfurgrár á ungum trjám, sprunginn og rauðbrúnn eða dökk grábrúnn. Greinarnar eru víðar og uppsveigðar. Smágreinarnar eru grannar, föl-rauðbrúnar, verða svo gráar eða grábrúnar. Brumin eru sporbaugótt, rauðbrún og klístruð. Barrnálarnar eru fimm saman í búnti, stundum fjögur, útsveigð til uppsveigð, 4–9 sm löng (sjaldan 10), 0.6-1.0 mm í þvermál, bein, lítið eitt undin, sveigjanleg, dökkgræn til blágræn, ög haldast í 3 til 5 ár. Efra borðið (snýr að stofni) er áberandi ljósara vegna áberandi hvítrar loftaugarákar. Neðra borðið (snýr frá stofni) er án áberandi ráka. Jaðrarnir eru hvassir og fínsagtenntir. Hvert nálabúnt er með skammæju blaðslíðri, 1.5-2.0 sm langt.

Könglarnir eru mjög stórir, 16–50 sm langir og 9–11 sm breiðir, og eru með skeljar sem eru með einkennandi útstæða eða aftursveigða totu. Fræin eru stór, með mjög stuttum væng; þeim er dreift aðallega af fuglum, sérstaklega Aphelocoma wollweberi. Þetta er mjög þurrkþolið tré en fleiri tré vaxa á rakari og svalari stöðum með Pinus hartwegii og Pinus rudis.[2]

Útbreiðsla breyta

Pinus strobiformis finns á fjallendum svæðum í Arizona, suðvestur Colorado, New Mexico, og vestur Texas. Flestar fururnar eru í Mexíkó, í Sierra Madre Occidental fjöllumí norður Mexíkó, frá stutt sunnan við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó suður í gegn um Chihuahua og Durango til Jalisco.[3] Hún vex sjaldan í hreinum skógum, en yfirleitt með öðrum innfæddum tegundum, svo sem sveigfuru (Pinus flexilis), gulfuru (P. ponderosa), broddgreni (Picea pungens), nöturösp (Populus tremuloides), hvítþin (Abies concolor), degli (Pseudotsuga menziesii), og blágreni (Picea engelmannii).

Nytjar breyta

Pinus strobiformis hefur verið ræktuð sem jólatré, skjólbelti, eða til skrauts. Hún er notuð í stað sandfuru á þurrari svæðum. Hægt er að nota hana í húsgögn, en lítið annað.[3] Fræin hafa verið notuð af indíánum frá upphafi vega til nú í suðvestur Bandaríkjunum.

Tilvísanir breyta

  1. Farjon, A. (2013). Pinus strobiformis. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42416A2978637. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42416A2978637.en. Sótt 15. desember 2017.
  2. „Southwestern White Pine (Pinus strobiformis)“. Colorado State/Denver County Extension Master Gardener. 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. september 2015. Sótt 17. júlí 2013.
  3. 3,0 3,1 „Pinus strobiformis“. Fire Effects Information System. USDA Forest Service. Sótt 25. júlí 2013.

Ytri tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.