Pinus clausa er tegund af furu einlend í suðvestur Bandaríkjunum.[1][2]

Pinus clausa

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
Subsection Contortae
Tegund:
P. clausa

Tvínefni
Pinus clausa
(Chapm. ex Engelm.) Sarg.
Námundun að útbreiðslu Pinus clausa
Námundun að útbreiðslu Pinus clausa

Útbreiðsla breyta

Tegundin finnst á tvemur aðskildum svæðum, annað er þvert yfir Flórídaskaga, og hitt er í vestur Flórída að strönd Alabama. Það eru 200 km á milli svæðanna (frá Apalachicola til Cedar Key).

Hún er að mestu einangruð við ófrjóan jarðveg, verulega gegndræpum og sendnum, þar sem samkeppni frá hávaxnari tegundum takmarkast vegna erfiðra skilyrða; heit sólin, mjög þurrir hvítir sandar, og algengir árstíðabundnir þurrkar.

Lýsing breyta

Pinus clausa er lágvaxið, oft runnkennt tré, frá 5 til 10 m hátt, einstaka sinnum að 21 m.

Barrnálarnar eru tvær saman, 5 til 10 sm langar, og könglarnir eru 3 til 8 sm langir.[3]

Yfir mestan hluta svæðis hennar, er hún aðlöguð villieldum, haldast könglarnir lokaðir í mörg ár (clausa = lokað), þangað til skógareldar drepa fullvaxin tré og opna könglana. Þeir sá þá í nýsviðinn jarðveginn. Sumir stofnar tegundarinnar opna könglana við þroska svo dreifing er ekki háð skógarbruna.[4]

Nytjar breyta

Pinus clausa skógar eru mikilvægur hluti Flórída-runnabúsvæða. Þetta er ein af fáum tegundum skjóltrjáa sem getur vaxið í þurrum, sendnum og heitum svæðum án aðstoðar.

Þrátt fyrir að þéttar greinarnar geri tegundina óhæfa í timburframleiðslu, þá er hún oft nýtt í viðarmassa.

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Farjon, A. 2013. Pinus clausa. The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2015.2. Downloaded on 02 September 2015.
  2. "Pinus clausa". Geymt 22 júlí 2020 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
  3. Flora of North America
  4. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 70. ISBN 1-4027-3875-7.

Ytri tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.