Perlusteinn er glerkennt afbrigði af líparíti.

Perlusteinn sem hefur þanist út við hitun

Lýsing breyta

Perlusteinn er grár, sallakenndur með fitu- og glergljáa. Vanalega dökkar kúlur eða smáeitlar í honum. Brotnar við veðrun og myndar perlulaga kúlur. Vatnsríkur með í kringum >5% vatnsinnihald. Út af vatninu þá þenst hann út þegar hann er hitaður.

Perlusteinn og biksteinn eru eldfjallagler eins og hrafntinna. Hrafntinna myndast þar sem eldvirkni er súr. Ef of mikið vatn er bundið í kviku þegar hún kólnar myndast perlusteinn eða biksteinn.

Uppruni og útbreiðsla breyta

Finnast aðallega með líparítkviku sem hefur komið upp í vatni eða jökli og storknað áður en vatnið skildist frá. Finnst mjög mikið í Prestahnúki austan við Kaldadal og í Loðmundarfirði.

Heimildir breyta


   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.