Perlufljót

fljót í suðurhluta Kína og það þriðja lengsta í Kína (2.400 km.)

Perlufljót eða Perluá (kínverska:珠江; rómönskun: Zhū Jiāng; áður þekkt sem Zhujiang; með rómönskun Yue Jiang; áður þekkt sem Kanton áin) er 2.400 kílómetra langt fljót í suðurhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Fljótið rennur í Suður-Kínahaf á milli Hong Kong og Makaó. Neðsti hluti fljótsins myndar mjög stórt óshólmasvæði sem kennt er við Perlufljót.

Perlufljót rennur í gegnum Guangzhou, höfuðborg og stærstu borg Guangdong-héraðs í suðurhluta Kína.
Perlufljót rennur í gegnum Guangzhou, höfuðborg og stærstu borg Guangdong-héraðs í suðurhluta Kína.
Vatnasvið Perlufljóts er gríðarstórt og nær yfir héraða í Kína og Víetnam.
Vatnasvið Perlufljóts er gríðarstórt og nær yfir héraða í Kína og Víetnam.
Fljótabátar við sólarupprás á Li-á sem er ein þveráa Perlufljóts.
Fljótabátar við sólarupprás á Li-á sem er ein þveráa Perlufljóts..
Óseyrasvæði Perlufljóts´, eitt fjölmennasta landssvæði veraldar, séð úr gervihnetti NASA Earth Observatory árið 2014.
Óseyrasvæði Perlufljóts, eitt fjölmennasta landssvæði veraldar, séð úr gervihnetti NASA Earth Observatory árið 2014.

Perlufljót dregur nafn sitt af perlulituðum skeljum sem liggja neðst í ánni á þeim kafla sem rennur í gegnum borgina Guangzhou.

Nafnið Perlufljót er einnig oft notað fyrir umfangsmikið árkerfi fyrir vatnaskil Xi („Vestur“), Bei („Norður“) og Dong („Austur“) ánna í Guangdong héraði. Þessar ár eru allar álitnar þverár Perlufljóts vegna þess að þær deila sameiginlegum óshólmum á „Óshólmasvæði Perlufljóts“.[1] Þetta óshólmasvæði er margbrotið safn lækja og skurða á milli lítilla hrísgrjónaakra sem vegna 12 mánaða vaxtartímabilsins, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega. Þetta er eitt fjölmennasta svæði Kína, þar sem nútímaiðnaður og landbúnaður hefur þróaðast hratt síðan á níunda áratug 20 aldar.[2]

Perlufljót er þriðja lengsta fljót Kína, 2.400 kílómetra ef talið er frá lengstu upptökum fljótsins, við ána Xi. Einungis Jangtse-fljót (eða Bláá) og Gulafljót eru lengri. Perlufljót er næststærst miðað við vatnsrennsli (rúmmál) á eftir Jangtse-fljóti.

Vatnasvið Perlufljóts nær yfir 453.700 ferkílómetra svæði í Guangdong og Guangxi héruðum, og einnig að hluta af héruðunum Yunnan, Guizhou, Hunan og Jiangxi. Að auki nær vatnasviðið til norðurhluta héraðanna Cao Bằng og Lạng Sơn í Víetnam.

Heimildir breyta

Tilvísanir breyta

  1. „Pearl River Delta“, Wikipedia (enska), 16. júlí 2022, sótt 21. júlí 2022
  2. Britannica, The Editors of Encyclopaedia. (2. ágúst 2018). „Pearl River Delta“. Encyclopedia Britannica. Sótt 21. júlí 2022.