Patrick Modiano (f. 30. júlí 1945) er franskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2014.[1]

Patrick Modiano
Patrick Modiano
Patrick Modiano árið 2014.
Fæddur: 30. júlí 1945 (1945-07-30) (78 ára)
Boulogne-Billancourt, Frakklandi
Starf/staða:Rithöfundur
Þjóðerni:Franskur
Þekktasta verk:La Place de l'Étoile (1968)
Les Boulevards de ceinture (1972)
Villa Triste (1975)
Rue des Boutiques obscures (1978)
Dora Bruder (1997)
Un pedigree (2005)
Maki/ar:Dominique Zehrfuss
Börn:Zina Modiano
Marie Modiano

Ævi og störf breyta

Modiano fæddist í París, sonur belgískrar leikkonu og gyðings af ítölsku bergi brotnu.[2] Þau slitu samvistum og ólst Modiano því að miklu leyti hjá flæmskumælandi afa sínum og ömmu. Námsferill hans var skrykkjóttur. Hann innritaðist í Sorbonne háskóla en lauk engri gráðu.

Fyrsta skáldsaga Modiano kom út þegar hann var 22 ára gamall. Hún gerðist á tímum hernáms nasista í Frakklandi og vísaði í atburði í fjölskyldusögu höfundarins, líkt og ýmis seinni verka hans.

Modiano hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2014. Tvær skáldsagna hans hafa komið út í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar, Dóra Bruder (franska: Dora Bruder) og Svo þú villist ekki í hverfinu hérna (franska: Pour que tu ne te perdes pas dans le quartier).

Tilvísanir breyta

  1. „Patrick Modiano hlaut Nóbelsverðlaunin“. Fréttablaðið. 10. október 2014. bls. 26.
  2. Kristján Guðjónsson (10. október 2014). „Frakkinn sem kom öllum á óvart“. Dagblaðið Vísir. bls. 45.