Pólýúretan (oft skammstafað PUR og PU) vísar til flokks fjölliða sem samanstanda af lífrænum einingum sem eru tengdar saman með carbamate (úrítan) tengslum. Ólíkt öðrum algengum fjölliðum eins og pólýeþýlín og pólíþýren er pólýúretani framleitt úr ýmsum upphafsefnum. Þessi efnafræðilega fjölbreytni þýðir að framleiða má pólýúretan með mismunandi efnafræðileg uppbyggingu til margs konar mismunandi nota. Þar á meðal eru stíf eða sveigjanleg frauð, lökk og hjúpunarefni, lím, efni í rafmagnspotta, efnasambönd og trefjar eins og spandex og PUL.

Eldhússvampur úr pólýúretan frauði.
Memory Foam koddi úr pólýúretan. Efnið gulnar þegar ljós skíln á það.

Stærstur hluti af pólýúretan framleiðslu er frauð en það var 67% af öllu pólýúretani sem framleitt var árið 2016. Heimsframleiðsla á pólýúretan var um 25.78 milljón tonn árið 2022. [heimild vantar]