Péturskirkjan í Regensburg

Péturskirkjan í Regensburg (þýska: Der Regensburger Dom eða Kathedrale St. Peter) er dómkirkja borgarinnar Regensburg í Þýskalandi og helsta kennileiti borgarinnar.

Péturskirkjan er dómkirkjan í Regensburg

Saga Péturskirkjunnar breyta

Fyrirrennari Péturskirkjunnar var reistur um 700 og þar hvíldi heilagur Erhard. Annar fyrirrennari var reistur í kringum aldamótin 800, en hann brann fyrst 1156 og síðan 1172. Framkvæmdir við núverandi kirkju hófust 1237 og var hún í smíðum allar götur til 1520, með hléum. Eftir það voru gerðar breytingar á henni þannig að hún fékk gotneskan stíl, að tilskipan Lúðvíks I konungs Bæjaralands. Á árunum 1859-69 voru turnarnir hækkaðir og eru þeir nú 105 metra háir. Þar með er Péturskirkjan hæsta bygging Regensburg. Árið 1872 var lokið við aðrar framkvæmdir við kirkjuna og var lýst yfir að hún væri í fyrsta sinn fullkláruð eftir 600 ára byggingatíma. Flestir núverandi gluggar eru frá 13. og 14. öld. Í grafhvelfingu hvíla margir biskupar sem þjónað hafa í borginni. 2006 sótti Benedikt XVI páfi kirkjuna heim.

Heimildir breyta