Páskahald gyðinga

Páskahátíð gyðinga sem er nefnd Pesaḥ á hebresku פֶּסַח( [pèsaḥ]), einnig skrifað Pesach, er ein af þremur meginhátíðum Gyðinga og er haldið upp á hana frá þeim 15. í mánuðinum nisán. Eigi má snerta venjulegan kornmat eða sýrðar brauðvörur meðan á hátíðinni stendur.

Orðsifjar breyta

Sjálft orðið pesaḥ, sem er notað í íslensku í forminu páskar, er komið af hebreísku rótinni פסח P-S-Ḥ sem þýðir „fara framhjá“, „ganga yfir“.

Upphaf páska breyta

 
Maður með "maṣṣót" (ósýrt brauð). Mynd úr København-haggadáen — handrit um helgisiði gyðinga frá 1739.

Samkvæmt söguhefð gyðinga eiga páskarnir uppruna í flóttanum frá Egyptalandi (Exodus) er Móses leiddi Ísraelsmenn út úr ánauðinni hjá faraó, gegnum Rauðahafið og eyðimörkina í átt til hins fyrirheitna lands eins og sagt er frá í Biblíunni í 12. kapítula 2. Mósebókar. Þar segir að Guð hafi sagt Móses að hann ætli að „fara um Egyptaland og deyða alla frumburði í Egyptalandi, bæði menn og fénað“ svo að faraó sleppti Gyðingum úr landi. Til þess að Guð gæti þekkt hvar Gyðingarnir bjuggu var þeim uppálagt að slátra lambi og rjóða blóði þess á dyrastafi hýbýla sinna. Pesah (páskar) hefur í þessum texta verið þýtt sem „framhjáganga“ vegna þess að Drottinn hét: „Er ég sé blóðið, mun ég ganga fram hjá yður, og engin skæð plága skal yfir yður koma, þegar ég slæ Egyptaland“. ( וראיתי את־הדם ופסחתי עליכם [vərā’ītī et-haddām, ufāsaḥtī ʕălēxem] „Er ég sé blóðið, mun ég ganga fram hjá yður“. (2. Mósebók 12:13)

Hátíðin er haldin til áminningar um flóttann sem á að hafa gerst um 1300 árum fyrir Krist.

Páskahátíðin breyta

Páskahátíð gyðinga hefst við fyrsta fulla tungl eftir jafndægri á vori, oftast í apríl, og er haldin í sjö daga í Ísrael og í átta daga af gyðingum annars staðar. Einn snar þáttur í helgihaldinu eru matarréttir sem tákna ýmsa þætti í flóttanum úr ánauðinni í Egyptalandi. Ein af þeim er flatbrauð sem bakað er án þess að það hefi sig fyrst, það er að segja er ósýrt. Upphaf þessa er sagt vera að gyðingarnir þurftu að hafa svo mikinn hraða úr ánauðinni að enginn tími gafst til að láta brauðið hefa sig áður enn það var bakað.

Fyrstu tvö kvöldin páskahátíðarinnar (í Ísrael einungis það fyrsta) er haldin helgimáltíð. Máltíðin hefst í formi kennslustundar fyrir börn, þar sem yngsti sonurinn á að spyrja föður sinn sem svarar og les úr Biblíunni. Á meðan snæða þeir nærverandi ýmsa smárétti eins og haroset, blanda úr möluðum hnetum, eplum, víni og kanill sem táknar byggingarefnin það sem notað var í Egyptalandi og bitrar jurtir sem tákna þau bitru tár sem gyðingarnir grétu meðan á ánauðinni stóð.

Í Ísrael halda gyðingar einungis páska í sjö daga og enda páska einum sólarhring fyrr en flestir aðrir gyðingar. Átta daga páskar hefjast og enda á eftirfarandi dögum (sjö daga páskar hefjast á sama degi og þeir átta).

Samkvæmt Nýja testamentinuJesús og endurreis frá dauðum meðan á páskahátíð gyðinga stóð, þess vegna halda kristnir menn hátíð sem nefnd er páskar þó svo að það sé af allt öðrum orsökum en páskahald gyðing. Páskar kristna og gyðinga fylgja ekki sömu tímareglu en eru oft á svipuðum tíma.

Tengt efni breyta