Orrustan við Dybbøl

Orrustan við Dybbøl (danskaSlaget ved Dybbøl) var meginorrusta síðara Slésvíkurstríðsins. Stríðið hófst 1. febrúar 1864 og stóð yfir til 30. október sama ár. Danir biðu afgerandi ósigur í stríðinu gegn bandalagi Prússa og Austurríkis. Meginátakamál stríðsins voru um yfirráð yfir héraðinu Slésvík. Danir höfðu árið 1863 tekið skref í átt að frekari innlimun Slésvíks inn í danska konungsveldið með nýrri stjórnarskrá sem nefnd var nóvemberstjórnarskráin. Sú stjórnarskrá braut á sáttmála sem hafði náðst í kjölfar fyrra Slésvíkurstríðsins 1848-1852 varðandi þýsku héruðin innan Danmerkur.

Orrustan við Dybbøl
Hluti af seinna Slésvíkurstríðinu

Málverk af orrustunni við Dybbøl eftir Jørgen Valentin Sonne
Dagsetning7. apríl – 18. apríl 1864 (1 vika og 4 dagar)
Staðsetning
Niðurstaða Prússneskur sigur
Stríðsaðilar
Prússland  Danmörk
Leiðtogar
Friðrik Karl prins Danmörk Georg Gerlach hershöfðingi
Fjöldi hermanna
11.000 (fyrsta atlagan) 26.000 (í varaliði)
126 byssur[1]
5.000 (í varnarliðinu) 6.000 (í varaliði)
66 byssur
11 sprengjuvörpur[2]
1 járnklætt herskip [3]
Mannfall og tjón
263 drepnir
909 særðir
29 týndir
Alls:
1.201
671 drepnir
987 særðir
3.534 týndir
Alls:
5.192

Aðdragandi breyta

Við upphafs stríðsins 1. febrúar var meginþorri hers Dana, undir forustu hershöfðingjans Christian de Meza, staðsettur við virkið Danavirki (Danevirke). Þar áttu sér stað fyrstu viðureignir herjanna. Þann 5. febrúar hörfaði  De Meza með danska herinn frá Danevirke Norður, án vitundar Prússa og Austurríkismanna, rétt áður en þeir gera áhlaup á virkið. En áætlun Prússa hafði verið að umkringja og tortíma danska hernum við Danevirke og tryggja þar með skjóttan sigur á Dönum í stríðinu. Fall Danevirke olli áfalli um alla Danmörku þar sem virkið átti sér sess í hugum Dana sem skjöldur Danmerkur gegn Þjóðverjum og var talið óvinnandi af mörgum. Staðan var hins vegar sú að ómögulegt var að verja virkið til lengdar og De Meza sá að staða Dana var betur borgið ef þeir hörfuðu norður til Dybbøl. Ákvörðunin að hörfa til Dybbøl kostaði De Meza stöðu sína sem yfirmaður hersins en bjargaði líklega danska hernum.

Varnir Dybbøl breyta

 
Hér má sjá kort af virkjum Dana við Dybbøl og einnig skotgröfum Prússa sem notaðar voru í lokaárásinni.

Varnirnar við Dybbøl voru staðsettar vestan megin við Als-sund en hinumeigin við sundið liggur borgin Sønderborg. Varnirnar samanstóðu á tíu virkum með skotgröfum á milli þerra, voru virkin misstór. Varnarlínan var aðeins 2 km löng, með vatn á báðum vængjum, og því mun auðveldar að manna varnirnar en varnirnar við Danavirki (Danevirke) voru 30 km langar. Varnir Dana við Dybbøl höfðu árum saman mátt þola mikla vanrækslu vegna fjárskorts en mun meiri fjármunum hafði verið varið í hið nánast gagnslausa Danevirki. Við komu her Dana til Dybbøl þann 7-8. febrúar eftir að hafa hörfað frá Danvirke. Var strax hafist handa við að styrkja varnirnar og gafst til þess nægur tími þar sem her Prússa ákvað ekki fyrir en 15. mars að taka ætti Dybbøl.

Orrustan breyta

Orrustan hefst breyta

15. mars ákvað herstjórn Prússa að aðal markmiðið skyldi vera það, að taka varnir Dana við Dybbøl áður en haldið er lengra Norður inn í Jótland. Enda var hætta á því að Danski herinn skæri á birgðarlínur Prússa og Austurríkismanna ef virkið væri skilið eftir í höndum Dana. Næstu daga tvöfölduðu Prússar herstyrk sinn á svæðinu og settu upp fleiri fallbyssubatterí. Batteríin hófu um leið skothríð á virki Dana. 17. mars féll þorpið Dybbøl, staðsett vestan megin við virkislínuna í hendur Prússa. Gagnárás Dana til að endurtaka Regebøl af Prússum misheppnaðist með miklu mannfalli. Her Dana var eftir það ýtt nánast alla leið til virkis línurnar enn var þó barist um einskis manns landið fyrir framan megin virki Dana.

Virki Dybbøl í herkví breyta

Í byrjun apríl höfðu Prússar um 100 fallbyssur og skothríðin á Dönsku varnirnar var stanslaus bæði dag og nótt. Skothríðin fór að taka sinn toll og Danski herinn var á þessum tímapunkti að missa um 100 fallna og særða menn á dag, bæði. Prússar voru eining byrjaðir að grafa skotgrafir með „zigzag“ línum á milli, samhliða vinstri væng Dönsku varnarlínurnar til að undirbúa aðalárásina. 9. apríl bað nýi yfirmaður danska hersins við Dybbøl, Gerlach, um leyfi til að hörfa yfir Als sundið til Sønderborg en var hafnað af dönsku ríkisstjórninni sem vildi að virkið við Dybbøl yrði varið sama hvað. 14. apríl byrjuðu Prússar á þriðju samhliða skotgröfinni, nú aðeins um 150 metra frá dönsku vörnunum.

Lokasókn Prússa breyta

Prússar ákveðu að megin árásin skyldi vera gerð þaðan, þann 18. apríl á vinstri væng dönsku varnarlínunnar. Til þess höfðu þeir um 40.000 menn i heild en um 10.000 menn af þeim voru sérvaldir til að vera í fyrstu árásinni. Snemma dags 18. apríl var fyrsta árásarlið Prússa, um 10.000 menn, komið i stöðu í þriðju samhliða skotgröfinni rétt hjá vinstri væng dönsku víglínunnar. Klukkan 4:00 þann dag hófst gífurleg fallbyssu skothríð úr öllum batteríum Prússa samstundis á dönsku varnirnar, stóð hún yfir til klukkan 10:00, Þó hófst árásin. Virki og skotgrafir Dana á vinstri vængnum féllu fljótt, enda bornir ofurliði en í fyrsta skrefi orrustunnar voru Danir allt að fimm sinnum færri en árásarlið prússa. 10:30 hófu Danir öfluga gagnárás til að endurtaka virkin sem fallið höfðu. Leiftursókn Prússa var stöðvuð tímabundið en ekki barin til baka. Um leið og liðsauki barst Prússum var gagnárásin brotin á bak aftur og Danir hófu að hörfa yfir sundið til Sønderborg og þar með var orrustunni við Dybbøl lokið eftir margra vikna herkví.

Eftirmáli breyta

Með sigri Prússa og Austurríkismanna við Dybbøl var stríðið í raun tapað fyrir Dönum. Mannfall var sérstaklega hátt hjá Dönum sem misstu hlutfallslega mun fleiri menn en Prússar.

 
Virki við Dybbøl eftir orrustuna


Mannfall Danmörk Prússland
Fallnir 700-1000 300-400
Særðir 800-1200 800-1000
Teknir til fanga 3300 ?
Samtals 4800-5500 1200-1400

Annað markvert breyta

 
Dybbøl í dag
  • Í orrustunni við Dybbøl var Rauði krossinn í fyrsta sinn viðstaddur stríðsátök.
  • Eftir sigurinn reistu Prússar minnisvarða við Dybbøl en danskir andspyrnumenn sprengdu hann í loft upp átta dögum eftir lok heimstyrjaldarinnar síðari 1945.
  • 18. apríl halda Danir árlega minningarathöfn við Dybbøl til að minnast hinna föllnu í orrustunni. Menn klæðast herklæðum eins og þau voru 1864 og leggja krans við grafir danskra hermanna. Síðan 2002 taka þýskir hermenn þátt í þessari athöfn.
  • Meðan á orrustunni stóð var prússnesk hljómsveit látin spila þýska marsa til hvatningar liði sínu.

Heimildir breyta

Tengill breyta

  • Skúli Skúlason (18. apríl 1964). „Örlagastund fyrir 100 árum“. Morgunblaðið. bls. 19-20.

Tilvísanir breyta

  1. Dybbøl 19. april 1864 Dansk Militærhistorie
  2. „Krigen i 1864“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. febrúar 2009. Sótt 6. maí 2010.
  3. „Armored Battery Ship Rolf Krake and the War of 1864“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2010. Sótt 22. ágúst 2010.