Orkusparnaður er sú viðleitni að minnka það orkumagn, sem maðurinn notar. Hægt er að ná fram orkusparnaði með betri orkunýtni þar sem sama niðurstaða fæst með minni orkuneyslu. Á heildina litið stuðlar orkusparnaður að fjárhagslegum sparnaði, betra umhverfi, auknu öryggi og auknum þægindum. Orkusparnaður er mikilvægur þáttur í stefnumótun í orkumálum samfélaga, fyrirtækja og einstaklinga.

  Þessi samfélagsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.