Norræni menningarsjóðurinn

Norræni menningarsjóðurinn er norrænn styrktarsjóður sem styrkir norræn samstarfsverkefni á sviði lista (myndlistar, leiklistar, dans, tónlistar og bókmennta). Í gegnum tíðina hefur sjóðurinn aðallega styrkt listviðburði. Hann var stofnaður af Norðurlandaráði 1. september 1966. Höfuðstöðvar sjóðsins eru í Kaupmannahöfn. Stjórn sjóðsins skipa tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna auk eins fulltrúa frá heimastjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.

Tenglar breyta