Noregshaf er hafsvæði í Norður-Atlantshafi út af norðvesturströnd Noregs. Það markast af Norðursjó í suðri, Íslandshafi í vestri og Grænlandshafi í norðvestri. Það liggur að Barentshafi í norðaustri.

Noregshaf markast af grynnri hafsvæðum í suðri, vestri og norðri, en Grænlandshafi í norðvestri

Ólíkt nálægum hafsvæðum er meginpartur Noregshafs ekki hluti af landgrunni og er því á miklu dýpi, eða um 2000 metrar að meðaltali. Mikið er að finna af olíu og jarðgasi undir hafsbotni þar. Strandsvæðin eru rík af fiski sem sækir Noregshaf frá Norður-Atlantshafi eða Barentshafi til hrygningar og eru stærstu stofnarnir síld og þorskur. Hlýji Norður-Atlantshafsstraumurinn tryggir tiltölulega stöðugan og háan vatnshita þannig að ólíkt norðurslóðum er Noregshaf íslaust allt árið um kring. [1]

Landafræði breyta

Noregshaf er ekki hluti af neinu landgrunni og er mesta dýpi hafsins 3970 metrar. Meðaldýpi Noregshafs er um 2000 metrar. Noregshaf varð til þegar Evrasíuflekinn og Norður-Ameríkuflekinn fóru að skiljast í sundur fyrir um það bil 250 milljónum ára.[2]

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Hafstraumar breyta

Fjórir stórir straumar sem eiga uppruna sinn í Atlantshafi og Norður-Íshafi mætast í Noregshafi. Þeir straumar eru Norður-Atlantshafsstraumurinn sem streymir inn frá Atlantshafi, kaldur og saltminni Noregsstraumur sem á uppruna í Norðursjó, Austur-Íslandsstraumurinn sem flytur kaldari sjó suður úr Noregshafi til Íslands og síðan austur, meðfram heimsskautsbaugnum. Kaldur djúpsjór rennur í Noregshaf úr Grænlandshafi. [3]

Hitastig breyta

Meðalhiti yfir vetrartímann er á bilinu 2°C til 7°C en á sumrin er hann á bilinu 8°C til 12°C. Í Noregshafi mætast heitur og kaldur sjór og því eru góð fiskimið í Noregshafi. Noregshaf er íslaust allt árið vegna hlýrra strauma frá Norður-Atlantshafi. [4]

Lífríki og fiskveiðar breyta

Norska strandsvæðið er mikilvægasta hrygningarsvæði síldarstofna í Norður-Atlantshafi. Hrygning á sér stað í mars. Eggin fljóta upp á yfirborðið og skolast undan ströndinni með norðurstraumnum. Lítill hluti síldarstofnsins verður eftir í fjörðum og meðfram ströndum Noregs og eyðir stór hluti stofnsins sem verður eftir sumrinum í Barentshafi og nærist þar á svifi. Við kynþroska fer síldin aftur í Noregshaf. Nokkrar aðrar mikilvægar fisktegundir sem finnast við Noregshaf eru til að mynda kolmunni, loðna, þorskur og makríll.[4]

Í Noregshafi er mikið af djúpsjávarkóral (Lophelia pertusa) sem veita fisktegundum skjól. Hins vegar eru þessi kóralrif í hættu vegna vaxandi veiða en botnvörpur sem dregnar eru eftir sjávarbotninum eyðileggja þau.[5]

Noregshaf hefur verið notað til fiskveiða í hundruði ára. Svæðið í kringum Lofoten-eyjar er talið vera eitt auðugasta veiðisvæði Evrópu en þar eru mestu þorskveiðar í heimi. Einnig er laxeldi mikilvæg atvinnugrein við strendur hafsins. [4]

Olía og gas breyta

Mikilvægustu afurðir Noregshafs eru ekki lengur fiskur, heldur olía og sérstaklega gas sem finnst undir hafsbotni.[6] Norðmenn hófu olíuvinnslu neðansjávar árið 1993. Mikið dýpi og erfið veðurskilyrði valda miklum erfiðleikum fyrir olíubora úti á hafi.[7] Mikilvægsta núverandi verkefni í þessari atvinnu í Noregssjó er Ormen Lange sem er á 800 til 1100 metra dýpi en þar hófst gasvinnsla árið 2007.[8]

Selta breyta

Seltustig í Noregshafi er hátt eða um 3,5%.[2]

Tilvísanir breyta

  1. „Norwegian Sea | Fjords, Islands, Fishing | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 1. september 2023.
  2. 2,0 2,1 „Norwegian Sea“. WorldAtlas (bandarísk enska). 25. febrúar 2021. Sótt 1. september 2023.
  3. Comité Arctique International (1989). Rey, Louis; Alexander, Vera (ritstjórar). Proceedings of the Sixth Conference of the Comité Arctique International, 13-15 May 1985. Leiden: Brill. ISBN 978-90-04-08281-6.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Norwegian Sea“. WorldAtlas (bandarísk enska). 25. febrúar 2021. Sótt 1. september 2023.
  5. International Council for the Exploration of the Sea (2007). The Barents Sea and the Norwegian Sea (PDF). ICES Advise 2007. Vol. 3. Archived from the original on 2011-09-27.
  6. Davis, Jerome D., ritstjóri (2006). The changing world of oil: an analysis of corporate change and adaptation. Aldershot: Ashgate. ISBN 978-0-7546-4178-0.
  7. Geo ExPro November 2004. Kristin - A Tough Lady Archived 2011-07-11 at the Wayback Machine.
  8. Moskwa, Wojciech (September 13, 2007). "Norway´s Ormen Lange gas starts flowing to Britain". Reuters.