Niels Neergaard

Forsætisráðherra Danmerkur (1854-1936)

Niels Thomasius Neergaard (27. júní 18542. september 1936) var danskur sagnfræðingur og stjórnmálamaður sem gegndi stöðu forsætisráðherra Danmerkur frá 1908-09 og aftur 1920-24.

Niels Neergaard
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
12. október 1908 – 16. ágúst 1909
ÞjóðhöfðingiFriðrik 8.
ForveriJens Christian Christensen
EftirmaðurLudvig Holstein-Ledreborg
Í embætti
5. maí 1920 – 24. apríl 1924
ÞjóðhöfðingiKristján 10.
ForveriMichael Pedersen Friis
EftirmaðurThorvald Stauning
Persónulegar upplýsingar
Fæddur27. júní 1854
Ugilt, Vendsyssel, Danmörku
Látinn2. september 1936 (82 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurVenstre
HáskóliKaupmannahafnarháskóli
StarfSagnfræðingur, stjórnmálamaður

Ævi og ferill breyta

Niels Neergaard fæddist á norðanverðu Jótlandi, sonur prests sem setið hafði á danska þinginu. Hann lauk prófi í sagnfræði og lagði einnig stund á hagfræði og stjórnmálafræði. Neergaard gekk til liðs við Venstre og var kjörinn á þing fyrir flokkinn og gegndi þingmennsku fyrst frá 1887-90 og aftur frá 1892-1932. Hann var meðlimur í Moderate Venstre og leiðtogi þess frá 1901, en það var hópur þingmanna úr röðum Venstre sem störfuðu oft náið með hægriöflunum á þingi.

Hann varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn J. C. Christensen árið 1908, en sú stjórn varð skammlíf vegna Alberti-hneykslisins, tók Neergaard við forsætisráðherraembættinu til bráðabirgða og gegndi í um tíu mánuði. Hann varð fjármálaráðherra á ný frá 1910-13 í stjórn Klaus Berntsen. Eftir þingkosningarnar 1920, sem fram fóru í kjölfar gríðarlegra mótmæla svo jaðraði við stjórnarbyltingu, tókst Neergaard að mynda ríkisstjórn sem sat í fjögur ár. Hann átti síðar eftir að snúa aftur sem fjármálaráðherra frá 1926-29.

Neergaard var ekki talinn mikill klækjarefur í stjórnmálum en naut fremur orðspors síns sem heilindamaður.

Samhliða stjórnmálastörfum var Neergaard afkastamikill sagnfræðingur og höfðu verk hans mikil áhrif. Verk hans Under Junigrundloven, sem fjallaði um stjórnmálasögu áranna 1848-66 var um áratugaskeið lykilheimildin um stjórnmálaþróun Danmerkur á tímabilinu.

Ritverk breyta

  • Under Junigrundloven I-II, Kaupmannahöfn 1892-1916 (prentað 1973 ISBN 87-7500-825-4)
  • Sidste Bog af Danmarks Riges Historie 1852-1864
  • William Gladstone, 1886.
  • R. Cobden, 1889.

Ítarefni breyta

  • Kraks Blaa Bog 1929
  • Harald Jørgensen (ritstj.), Tre venstremænd : en brevveksling mellem Frede Bojsen, Klaus Berntsen og Niels Neergaard, Gad, 1962.
  • Axel Andersen: Fortjente personers gravsted på Københavns Kommunes kirkegårde, Københavns Kommune 1997.


Fyrirrennari:
Jens Christian Christensen
Forsætisráðherra Danmerkur
(12. október 190816. ágúst 1909)
Eftirmaður:
Ludvig Holstein-Ledreborg
Fyrirrennari:
Michael Pedersen Friis
Forsætisráðherra Danmerkur
(5. maí 192024. apríl 1924)
Eftirmaður:
Thorvald Stauning