Nicolas Sarkozy

23. forseti Frakklands

Nicolas Sarkozy (fullt nafn: Nicolas Paul Stéphane Sárközy de Nagy-Bócsa) (fæddur 28. janúar 1955 í Paris) er franskur stjórnmálamaður og var forseti Frakklands frá 16. maí 2007 (þegar Jacques Chirac lét af embætti), til 15. maí 2012.

Nicolas Sarkozy
Forseti Frakklands
Í embætti
16. maí 2007 – 15. maí 2012
ForsætisráðherraFrançois Fillon
ForveriJacques Chirac
EftirmaðurFrançois Hollande
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. janúar 1955 (1955-01-28) (69 ára)
París, Frakklandi
StjórnmálaflokkurRassemblement pour la République (til 2002),
Union pour un mouvement populaire (2002–2015), Les Républicains (2015 – í dag)
MakiMarie-Dominique Culioli (1982–1996),
Cécilia Ciganer-Albéniz (1996–2007),
Carla Bruni (2008 – Í dag)
Börn4
HáskóliParis Nanterre-háskóli
Institut d'études politiques de Paris
Undirskrift

Árið 2004 varð Nicolas Sarkozy formaður franska íhaldsflokksins Union pour un Mouvement Populaire, skammstafað UMP, og var forsetaefni flokksins í forsetakosningunum 2007 á móti fulltrúa Sósíalistaflokksins, Ségolène Royal.

Nicolas Sarkozky var borgarstjóri í Neuilly-sur-Seine frá 1983 til 2002. Árið 1983 fór hann á þing og hefur síðan þá gengt ýmsum embættum, svo sem: fjármálaráðherra og talsmaður þingsins (1993-1995), samgöngumálaráðherra 1994-1995 og auk þess að vera innanríkisráðherra á árunum 2002-2004 og 2005-2007.

Sarkozy tapaði endurkjöri fyrir François Hollande, frambjóðanda Sósíalistaflokksins, í forsetakosningunum árið 2012.[1] Sarkozy hugði á forsetaframboð árið 2017 en tapaði í forkosningum UMP og lenti í þriðja sæti á eftir tveimur fyrrverandi forsætisráðherrum, Alain Juppé og François Fillon árið 2016.[2]

Árið 2018 var Sarkozy handtekinn og yfirheyrður vegna ásakana um að hann hafi tekið við ólöglegu fjármagni frá einræðisherranum Muammar Gaddafi í kosningabaráttu sinni árið 2007.[3] Réttarhöld Sarkozy hófust árið 2019.[4] Í mars árið 2021 var Sarkozy dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, þar af tveggja ára í skilorðsbundinni fangavist.[5][6]

Tilvísanir breyta

  1. „Frakkar kjósa breytingar“. Morgunblaðið. 7. maí 2012. Sótt 20. mars 2018.
  2. „Fillon sigrar Sarkozy“. Viðskiptablaðið. 21. nóvember 2016. Sótt 20. mars 2018.
  3. Samúel Karl Ólason (20. mars 2018). „Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi“. Vísir. Sótt 22. mars 2018.
  4. Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir (19. júní 2019). „Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni“. Kjarninn. Sótt 20. júní 2019.
  5. „Sar­kozy hlaut 3 ára dóm í spill­ing­ar­máli“. mbl.is. 1. mars 2021. Sótt 1. mars 2021.
  6. Ásgeir Tómasson (1. mars 2021). „Sarkozy fékk dóm fyrir spillingu“. RÚV. Sótt 1. mars 2021.


Fyrirrennari
Jacques Chirac
Forseti Frakklands
2007 — 2012
Eftirmaður
François Hollande
   Þetta æviágrip sem tengist Frakklandi og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.