Nicholas Bourbaki

dulnefni hóps stærðfræðinga

Nicholas Bourbaki er dulnefni hóps stærðfræðinga, sem flestir eru franskir. Undir þessu nafni hafa verið skrifaðar margar bækur um stærðfræðileg efni, sem eiga að verða eins konar alfræðibók stærðfræðinnar undir nafninu Éléments de mathématique. Lengi vel var talið að Nicholas Bourbaki væri einhver einn stærðfræðingur, en nú er löngu ljóst að þetta er hópur manna, enda hafa skrif undir þessu nafni verið að birtast síðan 1939. Menn greinir á um það hvort áhrif þessara skrifa séu til góðs eða ills, en þau eru vissulega nokkuð mikil og eftir þeim hefur verið tekið. Bourbaki hefur verið merkisberi þeirrar stefnu sem á ensku hefur verið kölluð Structuralist School í nútíma stærðfræði.