Napata var borg í Núbíu á vesturbakka Nílar nálægt nútímabænum Karima í norðurhluta Súdan. Borgin var stofnuð af egypska faraónum Tútmósis 3. á 15. öld f.Kr. nálægt fjallinu Jebel Barkal sem myndaði suðurlandamæri Egyptalands hins forna. Árið 1075 f.Kr. urðu æðstuprestar Amons í Þebu valdameiri en faraó í Efra Egyptalandi. Í kjölfarið molnaði ríkið og þriðja millitímabilið hófst. Á þeim tíma stofnuðu íbúar Núbíu sjálfstætt ríki, Kús, með Napata sem höfuðborg. Um þremur öldum síðar lögðu Núbíumenn Egyptaland undir sig og mynduðu 25. konungsættina. Assýringar bundu enda á yfirráð Núbíumanna yfir Egyptalandi en Kús lifði áfram sem sjálfstætt konungsríki í kringum borgirnar Napata og Meróe í margar aldir eftir það.

Faraóinn Taharka færir Amon fórn á veggmynd frá Napata
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.