Naleraq, áður Partii Naleraq, er grænlenskur stjórnmálaflokkur sem stofnaður var árið 2014. Stofnandi og helsti forystumaður flokksins er Hans Enoksen fyrrum formaður grænlensku landsstjórnarinnar.

Saga og stefnumál breyta

Hans Enoksen tók fyrir forystu í jafnaðarmannaflokknum Siumut árið 2001. Árið eftir var gengið til kosninga og þrátt fyrir að Siumut tapaði talsverðu fylgi varð Enoksen formaður landsstjórnarinnar, sem er ígildi forsætisráðherra. Hann gegndi embættinu til ársins 2009 en þá beið flokkurinn afhroð í kosningum þar sem Inuit Ataqatigiit fékk 43% atkvæða. Enoksen steig í kjölfarið til hliðar sem formaður Siumut.

Enoksen var endurkjörinn árið 2013 en sagði sig skömmu síðar úr Siumut vegna óánægju með stefnu flokksins. Hann stofnaði í kjölfarið nýjan flokk, Partii Naleraq, sem síðar var stytt í Naleraq. Naleraq er skilgreindur sem þjóðlegur miðjuflokkur.

Fylgi flokksins hefur verið á bilinu 11-13% í kosningum. Í þingkosningunum í apríl 2021 fékk flokkurinn 12,3% og fjóra þingmenn kjörna. Eftir kosningarnar var tilkynnt um myndun ríkisstjórnar Inuit Ataqatigiit og Naleraq.

Tenglar breyta