Nýr Taívandalur er gjaldmiðill Lýðveldisins Kína frá 1949 þegar hann tók við af gömlum Taívandal. Hann var fyrst gefinn út af Taívanbanka en hefur verið gefinn út af Seðlabanka Lýðveldisins Kína frá 2000. Hann hefur skammstöfunina TWD og gjaldmiðlatáknið NT$. Hálfur dalur, einn, fimm, tíu, tuttugu og fimmtíu dalir eru gefnir út sem mynt en seðlar frá NT$ 100 til NT$ 2000. Gengið miðað við Bandaríkjadal hefur verið á bilinu frá 10 til yfir 40 Taívandalir á móti einum Bandaríkjadal. Árið 2013 var gengið um 30.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.