Nói Síríus er sælgætisframleiðandi á Íslandi.

Nói Síríus hf
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað Nói 1920 , Síríus 1930 og Opal 1944
Stofnandi Hallgrímur Benediktsson o. fl.
Staðsetning Hesthálsi 2—4, 110 Reykjavík
Lykilpersónur Forstjóri: Finnur Geirsson
Starfsemi Sælgætisgerð
Vefsíða https://www.noi.is

Brjóstsykursgerðin Nói var stofnuð árið 1920 við Óðinsgötu og starfaði síðan um hríð á tveimur stöðum við Túngötu en flutti árið 1933 að Barónsstíg 2. Súkkulaðigerðin Síríus var stofnuð árið 1930 af Harri skanson og lengi rekin á Barónsstíg í náinni samvinnu við Nóa. Fyrirtækin tvö voru loks sameinuð árið 1977 og fluttist hluti starfseminnar þá að Suðurlandsbraut 4. Frá 1993 hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins hins vegar verið að Hesthálsi 2-4.

Árið 1995 rann Sælgætisgerðin Opal saman við Nóa Síríus. Fyrirtækið hafði verið stofnað árið 1944 og var lengst af til húsa í Skipholti 29. Langkunnasta framleiðsluafurð Opal voru samnefndar sælgætistöflur.

Árið 2021 var fyrirtækið selt norska fyrirtækinu Orkla eftir að hafa verið nær heila öld í eigu Hallgríms Benediktssonar og afkomenda hans. [1]
Lasse Ruud-Hansen mun taka við forstjórastöðunni af Finni Geirssyni 1. ágúst 2021.

Tilvísanir breyta

  1. Ritstjórn viðskiptablaðsins (5. maí 2021). „Orkla kaupir Nóa Síríus“. www.vb.is.

Tenglar breyta

   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.