Miðjarðarhafsbotn

Miðjarðarhafsbotn er hafsvæðið austast í Miðjarðarhafi sem markast af suðurströnd Tyrklands í norðri, strönd Sýrlands, Líbanon, Ísraels og Gasaströndinni í austri og Egyptalandi og Líbýu í suðri. Í vestri mætir það Líbýuhafi milli eyjarinnar Gavdos sunnan við Krít og höfðans Ra's al-Hilal. Súesskurðurinn liggur á milli Miðjarðarhafsbotns og Rauðahafs í suðri. Nyrsti hluti hafsins, milli Kýpur og Tyrklands nefnist Kilikíuhaf.

Kort af Miðjarðarhafsbotni
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.