Matthias Maurer

þýskur geimfari

Matthias Maurer
Matthias Maurer árið 2020.
Matthias Maurer árið 2020.
Fæddur 18. mars 1970
St. Wendel, Saarland, Þýskaland
Tími í geimnum 177 dagar
Verkefni Cosmic Kiss

Matthias Josef Maurer (fæddur 18. mars 1970 í St. Wendel í þýska sambandslandinu Saarlandi) er menntaður verkfræðingur með doktorsgráðu í efnisfræði og geimfari hjá ESA.[1]

Fyrsta geimflug hans var áætlað að vera til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar ISS þann 31. október 2021 með SpaceX Crew-3 geimfluginu, en NASA frestaði fluginu vegna veðurs til 3. nóvember[2] og þann 1. nóvember tilkynnti NASA að það verður aftur frestað og að flugið gæti byrjað í fyrsta lagi þann 6. nóvember 23:36 EDT.[3] Geimskotið varð þá þann 10. nóvember 21:03 EST.[4] Nafn ISS-leiðangurs hans, sem er gefið af ESA, er Cosmic Kiss.[5]

Veftenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. „Biographie von Matthias Maurer“. European Space Agency (þýska). Sótt 27. október 2021.
  2. „NASA, SpaceX Adjust Next Space Station Crew Rotation Launch Date – Commercial Crew Program“. blogs.nasa.gov (bandarísk enska). Sótt 31. október 2021.
  3. „NASA's SpaceX Crew-3 Launch Delayed from Nov. 3 – NASA's SpaceX Crew-3 Mission“. blogs.nasa.gov (bandarísk enska). Sótt 3. nóvember 2021.
  4. „Crew-3 Launch Weather 70% Favorable for Liftoff – Commercial Crew Program“. blogs.nasa.gov (bandarísk enska). Sótt 10. nóvember 2021.
  5. „Matthias Maurer startet Mission "Cosmic Kiss". Süddeutsche Zeitung (þýska). Sótt 27. október 2021.