Mary Pickford (8. apríl 189229. maí 1979) var kanadísk leikkona og athafnakona, einn af stofnendum United Artists og Bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Hún átti sitt blómaskeið sem leikkona á tímum þöglu myndanna en vinsældir hennar dalaði þegar talmyndirnar litu dagsins ljós undir lok 3. áratugar 20. aldar. Skömmu síðar skildi hún við eiginmann sinn og viðskiptafélaga, leikarann Douglas Fairbanks. Hún hætti alfarið kvikmyndaleik árið 1933 en hélt áfram að framleiða kvikmyndir fyrir United Artists. Hún seldi hlut sinn í fyrirtækinu 1956.

Mary Pickford á hátindi frægðar sinnar.
  Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.