Markþjálfun er hnitmiðuð þjálfun fyrir fólk sem sækist eftir því að ná einhverju ákveðnu markmiði. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér markþjálfun. Þessi gerð af þjálfun inniheldur regluleg viðtöl og getur kallað á endurröðun viðhorfs, gilda, og hegðunar hjá þeim sem þjálfunin er beint að. Þjálfunin getur t.d. snúist um að byggja upp betri samstarfshópa innan fyrirtækja, um að ná persónulegum markmiðum, eða um að byggja upp heilbrigðari lífstíl

Gagnrýni breyta

Gagnrýnendur líta á lífstílsmarkþjálfun sem tegund af sálfræðimeðferð sem ekki lútir sálfræðilega faglegu eftirliti.[1][2][3] Opinbert regluverk nær ekki yfir greinina og hver sem er getur sagst vera markþjálfi.[4]

Tilvísanir breyta

  1. Guay, Jennifer (16 jan. 2013). „Millennials Enter Growing, Controversial Field of Life Coaching“. USA Today. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. júlí 2018. Sótt 15. apríl 2017.
  2. Morgan, Spencer (27 jan. 2012), „Should a Life Coach Have a Life First?“, The New York Times.
  3. Pagliarini, Robert (20 des. 2011). „Top 10 Professional Life Coaching Myths“. CBS News.
  4. O'Brien, Elizabeth (8 sep. 2014). „10 Things Life Coaches Won't Tell You“. MarketWatch.