Marcos Alonso Mendoza (fæddur 28. desember árið 1990) er spænskur knattspyrnumaður sem spilar með Barcelona FC. Hann spilar sem bakvörður en tekur oft aukaspyrnur af löngu færi.

Marcos Alonso með Fiorentina árið 2015.

Alonso hóf ferilinn með Real Madrid en hélt svo til Englands; Bolton Wanderers árið 2010. Árið 2013 fór hann til Fiorentina á Ítalíu og var þar í 3 ár (stuttlega lánaður til Sunderland á Englandi árið 2014) en árið 2016 hann gerði 5 ára samning við Chelsea FC. Þar spilaði hann til 2022 uns hann gekk til liðs við Barcelona.

Faðir Alonso spilaði með Atlético Madrid and FC Barcelona og afi hans með Real Madrid. Báðir léku með landsliði Spánar.

Heimild breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.