Múhameð Mossadek

Forsætisráðherra Írans (1882–1967)

Múhameð Mossadek (محمد مصدق á persnesku) (16. júní 1882 – 5. mars 1967) var íranskur stjórnmálamaður. Hann var leiðtogi lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar[1][2][3] og sat sem forsætisráðherra Írans frá 1951 til 1953 en þá var stjórn hans steypt af stóli í valdaráni sem bandarísku og bresku leyniþjónusturnar studdu.[4][5]

Múhameð Mossadek
محمد مصدق
Forsætisráðherra Írans
Í embætti
28. apríl 1951 – 16. júlí 1952
ÞjóðhöfðingiMúhameð Resa Pahlavi
ForveriAhmad Qavam
EftirmaðurFazlollah Zahedi
Í embætti
21. júlí 1952 – 19. ágúst 1953
ÞjóðhöfðingiMúhameð Resa Pahlavi
ForveriHossein Ala'
EftirmaðurAhmad Qavam
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. júní 1882
Teheran, Persíu
Látinn5. mars 1967 (84 ára) Ahmadabad-e Mosaddeq, Íran
StjórnmálaflokkurÞjóðfylkingin (1949–1967)
MakiZahra Khanum (g. 1901; d. 1965)
Börn5
HáskóliSciences Po
Háskólinn í Neuchâtel
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Mossadek var rithöfundur, lögfræðingur og áhrifamikill þingmaður. Stjórn hans stóð fyrir ýmsum samfélags- og stjórnarumbótum eins og velferðarráðstöfunum og jarðeignarumbótum, þ. á m. skattlagningu á jarðleigu. Mikilvægasta stefna ríkisstjórnar hans var þjóðnýting íranska olíuiðnaðarins, sem hafði verið undir stjórn Breta frá árinu 1913 í gegnum ensk-persneska olíufélagið (e. Anglo-Persian Oil Company; APOC).[6]

Margir Íranar telja Mossadek helsta talsmann veraldlegs lýðræðis og andstöðu við erlendum yfirráðum í nútímasögu Írans. Mossadek var steypt frá völdum árið 1953 í valdaráni sem bandaríska leyniþjónustan skipulagði og framkvæmdi að áeggjan MI6, sem völdu síðan íranska hershöfðingjann Fazlollah Zahedi til að taka við völdum.[7]

Á vesturlöndum er valdaránið yfirleitt kallað „Ajax-aðgerðin[8], sem var heiti aðgerðarinnar innan bandarísku leyniþjónustunnar. Í Íran er valdaránið kallað „valdaránið 28. Mordad 1332“ í höfuðið á dagsetningu þess á íranska dagatalinu.[9] Mossadek var fangelsaður í þrjú ár og síðan settur í stofufangelsi þar til hann lést og var þá grafinn á heimili sínu til að koma í veg fyrir pólitískan usla.

Tilvísun breyta

  1. Andrew Burke, Mark Elliott & Kamin Mohammadi, Iran (Lonely Planet, 2004, bls. 34.
  2. Cold War and the 1950s (Social Studies School Service, 2007, bls. 108.
  3. Loretta Capeheart and Dragan Milovanovic, Social Justice: Theories, Issues, and Movements (Rutgers University Press, 2007), bls. 186.
  4. James Risen (2000). „SECRETS OF HISTORY The C.I.A. in Iran THE COUP First Few Days Look Disastrous“ (enska). nytimes.com.
  5. Stephen Kinzer, John Wiley (12. apríl 2007). „All the Shah's Men: An American Coup and the Roots of Middle East Terror“ (enska). Central Intelligence Agency.
  6. Daniel Yergin, The Prize: The Epic Quest for Oil, Money and Power.
  7. James Risen (16. apríl 2000). „Secrets of History: The C.I.A. in Iran“. The New York Times. Sótt 7. febrúar 2006.
  8. Dan De Luce (20. september 2003). „The Spectre of Operation Ajax“ (enska). Guardian Unlimited. Sótt 3. nóvember 2006.
  9. Mark Gasiorowski; Malcolm Byrne (22. júní 2004). „Mohammad Mosaddegh and the 1953 Coup in Iran“ (enska). National Security Archive. Sótt 3. nóvember 2006.