Loreto Vittori (16. janúar 160423. apríl 1670) var ítalskt skáld og tónskáld og einn af fyrstu geldu söngvurunum á Ítalíu.

Hann var uppgötvaður í Spóletó af biskupnum Maffeo Barberini (sem síðar varð Úrbanus 8. páfi) sem tók hann með sér til Rómar. Þar lærði hann hjá Giovanni Bernardino Nanino og Francesco Soriano. Hann söng í Sixtínsku kapellunni frá 1622 til dauðadags.

1639 skrifaði hann óperuna La Galatea sem var enduruppgötvuð árið 2005. Að auki samdi hann þrjár óratoríur Sant'Ignazio di Loyola, Sant'Irene (1644) og La pellegrina costante (1647), aðra veraldlega óperu La fiera di Palestrina og safn af einsöngvum. Hann samdi einnig ævisögulegt kvæði La Troja rapita 1662.