Limafjörður (danska Limfjord) er grunnt sund sem aðskilur eyjuna Vendsyssel-Thy frá restinni af Jótlandi. Áður var það fjörður og náði ekki í gegnum skagann. Sundið tengir saman Norðursjó og Kattegat. Það er um 180 km langt og er mjög óreglulegt í laginu með mörgum flóum, þrengslum og eyjum. Dýpst er við Hvalpsund (um 24 metrar). Aðalhöfn er við Álaborg þar sem brú hefur verið byggð yfir fjörðinn. Einnig liggja bílagöng undir skurðinn sem aðalhraðbraut Danmerkur, E45, fer um.

Kort af Limafirðinum.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.