Liðormar (fræðiheiti: Annelida) eru fylking dýra sem finnst aðallega í vatni eða nálægt vatni en þá oftast í hafinu. Þeir eru þekktir fyrir að vera stórir og fjölliðaðir. Bolurinn er langur og í flestum tilvikum greinilega liðskiptur. Þeir hafa totur á liðunum sínum sem þeir nota til sunds, á totunum eru annað hvort venjulegir burstar eða stuttir og fínir burstar, einnig eru til tegundir sem hafa enga bursta á liðunum. Á liðamótum þeirra er styrktarspöng en ef hana skortir þá hverfur liðskipting á ytra borði þeirra. Bolur liðorma er gerður úr teygjanlegu kollageni. Kollegenið kemur úr frumuhúðinni sem liggur undir bolnum þeirra.

Liðormur af tegund Glycera

Liðormar eru vatnadýr en nokkrir lifa í jarðvegi en þá er jarðvegurinn rakur.

Tegundir liðorma breyta

Undirtegundir liðorma eru meðal annars ánamaðkur, burstaormar, iglur (blóðsugur), og skeri. Ánamaðkar og burstaormar (sjávarormar) finnast helst í sjónum á meðan blóðsugur, iglur og skeri halda sér helst á rökum jarðvegi.

Burstaormur breyta

Burstaormar (fræðiheiti: Polychaeta) er algengasta undirtegund liðorma sem finnast helst í sjónum og er algengast að stærð þeirra sé um 10 mm á lengd. Þeir eru þekktir fyrir að vera litríkir ásamt því að hafa bursta sem þeir nota til þess að synda. Burstaormur er ein af undirtegundum liðorma en talið er að 70% liðorma tilheyri burstaormum. Þeir halda sér helst á botninum og grafa sig í botninn og lifa þar á groti, oft búa þeir sér til göng á sjávarbotninum.

Heimildir breyta