Um hjálparforrit sem les upphátt texta á tölvuskjá, sjá skjálesara.

Lestölva[1][2] er tæki sem hannað er til lesturs á rafrænum bókum svo sem lófabókum og rafbókum. Lestölvur eru sambærilegar í stærð og snjalltöflur og eru handhægar með skjái sem rúma hefðbundna bókablaðsíðu.

Kindle 2 lestölvan frá Amazon.com.

Lestölvur notast við sérstaka skjátegund sem kölluð er rafeindapappír. Rafeindapappír er tækni til þess að líkja eftir prentuðum pappír. Hann birtir svarthvítan texta og myndir án þess að nota innri lýsingu. Lesa þarf rafeindapappír í birtu alveg eins og venjulegan pappír. Auðvelt og þægilegt er að lesa af rafeindapappírnum í birtu og úti í sólskini ólíkt skjám sem notaðir eru í fartölvum og snjalltöflum. Rafhlöðuending er sérstaklega góð og getur ein hleðsla enst vikum saman við lestur.

Lestölvurnar koma með innbyggðum hugbúnaði til rafbókalesturs frá viðkomandi framleiðanda. Lestarhugbúnaður ólíkra framleiðenda styðja mismunandi gerðir lófa- og rafbóka. Yfirleitt hafa þeir beina tengingu við ákveðna netverslun eða lófabókaveitu sem er á vegum framleiðandans en oftast er hægt að flytja aðrar bækur inn á tækið. Sumar lestölvur eru einnig með vefskoðara. Lestölvur eru ekki með litaskjái og bjóða yfirleitt ekki upp á viðbótar hugbúnað eða leiki. Þekktustu lestölvurnar eru Kindle frá Amazon, eReader frá Sony og Nook frá Barns & Nobles en ótrúlega margar aðrar tegundir af lestölvum eru á markaðnum.

Tilvísanir breyta

   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.