Leonardo Bruni (1370-1444) var leiðandi húmanisti, sagnfræðingur og kanslari Flórens. Hann fæddist í Arezzo, í Toskana á Ítalíu. Hann var fremstur nemanda Coluccio Salutatis og varð kanslari 1410.

Leonardo Bruni

Leonardo Bruni er þekktastur fyrir verk sitt Historiarium Florentinarum (Saga íbúa Flórens) í tólf bindum. Bruni var fyrstur allra sagnfræðinga til að skrifa um þrjú tímaskeið sögunnar: fornöld, miðaldir og nútímann. Hugtakið miðaldir var fyrst notað af samtímamanni hans Flavio Biondo en hugmyndin kom frá Francesco Petrarca sem hafði ritað um „myrkar aldir“ frá falli Rómaveldis til hans eigin tíma. Tímabilið var allt annað heldur en að nútímasagnfræðingar nota í dag, en hann vann grunnvinnu þessarar þrískiptingar í sögunni. Þess vegna er hann kallaður fyrsti nútímasagnfræðingurinn.

Bruni átti einnig þátt í þýðingu verka eftir Platon og Aristóteles.