Lekítísk tungumál

Lekítísk tungumál eru ein þriggja greina vesturslavneskra mála; hinar greinarnar eru sorbnesk mál og tékknesk-slóvakísk mál. Pólska og nokkur önnur tungumál sem eru eða voru töluð í Póllandi og hlutum af Þýskalandi tilheyra greininni.

Lekítísk tungumál
Ætt Indóevrópskt
 Baltóslavneskt
  Slavneskt
   Vesturlavneskt
Henryków-bókin, með fyrstu skrifuðu setningunni á pólsku

Tungumál breyta

Lekítísku tungumálin eru:

Einkenni breyta

Meðal einkenna lekítískra mála eru:

  • varðveisla nefsérhljóða
  • frumslavnesku sérhljóðin ě, e, ę þróuðust í a, o, ǫ á undan hörðum samhljóðum (til eru nokkur frávik í mállýskum). Þessi breyting veldur víxlum á borð við lato („sumar“, nefnifall) á móti lecie (staðarfall) á nútímapólsku og pięć („fimm“) á móti piąty („fimmti“)
  • innskot sérhljóða á undan samhljóðunum r, r', l', l, sbr. pólska gardło („háls“) og tékkneska hrdlo
  • tilflutningur hljóðaklasanna or, ol, er, el í ro, ol, re og le í mörgum orðum á milli samhljóða, t.d. pólska mleko („mjólk“)
  • frumslavneska hljóðið *dz er ennþá lokönghljóð í staðinn fyrir venjulega önghljóðið z
  • breytinguna gɣ vantar, sbr. pólska góra og tékkneska hora („fjall“)
  • hin svokallaða fjórða framgómmæling gómhljóða í pólsku og kassúbísku
   Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.