Leirdalsgöngin (norska: Lærdalstunnelen) eru 24,51 km löng veggöng sem liggja milli Leirdals og Aurlands í Sogni og Firðafylki í Noregi. Göngin eru lengstu veggöng í heimi, 8 km lengri en Gotthardgöngin í Sviss. Evrópuvegur E16 liggur í gegnum göngin sem eru síðasti hlekkurinn í vegtengingu milli Oslóar og Bergen án ferja og án erfiðra fjallvega.

Leirdalsgöngin

Gerð gangnanna hófst árið 1995 og þau voru opnuð árið 2000. Gerð þeirra kostaði 1,082 milljarða norskra króna. 2,5 milljón rúmmetrar af grjóti voru teknir úr göngunum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.