Le Prophète (Ísl: Spámaðurinn) eftir belgíska teiknarann Morris og höfundinn Patrick Nordmann er 70. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 2000 og hefur ekki verið gefin út í íslenskri þýðingu.

Kápa frönsku útgáfu bókarinnar.

Söguþráður breyta

Daldónarnir sitja í fangelsi þar sem þeir komast í kynni við annan fanga, predikarann Dunkle, sem stöðugt flytur dómsdagsræður yfir öðrum föngum í fangelsinu. Ibbi Daldón verður fyrir óæskilegum áhrifum af boðskap Dunkle og fyrir einskæran misskilning tekst Daldónunum að flýja úr fangelsinu ásamt Dunkle. Eftir langa göngu í eyðimörkinni koma strokufangarnir til bæjarins Paradise Gulch. Íbúar bæjarins eru miklir trúmenn og taka Dunkle og Daldónunum opnum örmum. Það reynist þó Daldónunum þrautin þyngri að aðlagast lífinu í bænum, enda er þar engan banka að finna. Á sama tíma leggur Lukku Láki af stað að leita Daldónanna.

Fróðleiksmolar breyta

  • Le Prophète er önnur af tveimur bókum í bókaflokknum sem svissneski blaðamaðurinn Patrick Nordmann samdi fyrir Morris. Hin er La Légende de l'Ouest sem kom út árið 2002 eftir lát Morris.
  • Sagan var byggð á 10 ára gömlu handriti Nordmann sem Morris hafði áður hafnað.