Lakýdes frá Kýrenu var grískur heimspekingur, sem tók við stjórn Akademíunnar í Aþenu af Arkesilási um 241 f.Kr.. Sumir telja að Lakýdes hafi verið upphafsmaður nýju Akademíunnar en samkvæmt vitnisburði fornmanna fylgdi hann almennt kenningum Arkesilásar. Hann hélt fyrirlestra í garði sem hét eftir honum og Attalos I frá Pegamon gaf honum. Hann hélt við hefðum Akademíunnar í 26 ár. Hann er sagður hana samið ritgerðir en engin þeirra er varðveitt. Áður en hann dó sagði hann starfi sínu lausu og nemendur hans, Evandros og Telekles, tóku við af honum.

Ýmsar sögur fara að Lakýdesi, sem einkennast öðru fremur af kaldhæðni og þykja ekki sennilegar. Að öðru leyti birtist Lakýdes okkur sem fágaður maður, vinnusamur og góður ræðumaður. Samkvæmt Aþenajosi (x. 438) og Díogenes Laertíosi (iv. 60) dó hann vegna ofdrykkju, en lofræða Evsebíosar (Praep. Ev. xiv. 7) um hann gerir söguna tortryggilega, því samkvæmt Evsebíosi var Lakýdes í öllu hófsamur maður.

Heimild breyta

   Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.