Labradorhaf er angi af Norður-Atlantshafi á milli Labrador og Grænlands. Það tengist Baffinsflóa um Davis-sund í norðri. Í vestri tengist það Hudson-flóa um Hudson-sund. Hafið er helsta uppspretta djúpsjávarins í Norður-Atlantshafi sem flæðir langt suður eftir vesturjaðri Norður-Atlantshafsins. Norður- og vesturhluti hafsins er ísi lagður frá desember fram í júní.

Kort sem sýnir Labradorhaf
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.