La Tradukisto (Þýðandinn) er tímarit á esperantó sem kom fyrst út 12. mars 1989 á hundrað ára afmæli rithöfundarins og esperantistans Þórbergs Þórðarsonar og er ritið helgað honum.

Kristján Eiríksson hóf að gefa út La Tradukisto fyrir nemendur sína í Menntaskólanum að Laugarvatni og var það þá aðeins 8 blaðsíður skrifaðar á ritvél. La Tradukisto kemur út þrisvar á ári eins og í upphafi: 12. mars, 12. júlí og 12. nóvember. Standa þessar dagsetningar ætíð á haus blaðsins þótt oft seinki útgáfunni eitthvað.

Blaðið hefur stækkað með árunum og hefur frá og með 29. hefti verið 24 blaðsíður fyrir utan kápu. Flestir áskrifenda eru Íslendingar en upp á síðkastið hafa allmargir útlendingar farið að kaupa ritið og á það sér nú áskrifendur í 24 þjóðlöndum utan Íslands.

La Tradukisto er tvískipt tímarit. Þýðingar úr íslensku á esperanto spanna um það bil tvo þriðju hluta ritsins en þýðingar úr esperanto á íslensku um þriðjung.

La Tradukisto er eina tímarit á Íslandi sem eingöngu birtir þýðingar. Blaðið er gefið út á Laugarvatni.

Tenglar breyta

   Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.