„Lífland“ getur líka átt við um íslenska fyrirtækið Lífland sem áður hét Mjólkurfjelag Reykjavíkur.

Lífland var ríki við austanvert Eystrasaltið. Landið náði umhverfis Rígaflóa eða hluta þess sem í dag eru Eistland og Lettland. Íbúarnir töluðu finnskt tungumál. Ríkið varð miðstöð verslunar Hansakaupmanna á 12. öld sem byggðu þar borgina Ríga. Sverðbræður lögðu landsvæðið undir sig 1204 og stofnuðu ríki sem Innósentíus 3. páfi viðurkenndi.

Líflenska sambandið um 1260.

Minnst er á Lífland t.d. í Örvar-Odds sögu:

Og áður en Oddur kæmi til Hólmgarðs, þá hafði Kvillánus lið safnað um hina næstu þrjá vetur. Þykkir mönnum sem hann hafi vitað fyrir þangaðkvámu Odds. Þar voru allir fyrr nefndir konungar með honum. Svartur Geirríðarson var og þar. Hann var svá kallaður, síðan Ögmundr Eyþjófsbani hvarf. Þar var og mikill herr af Kirjálalandi og Rafestalandi, Refalandi, Vírlandi, Eistlandi, Líflandi, Vitlandi, Kúrlandi, Lánlandi, Ermlandi ok Púlínalandi. Þetta var svo mikill herr, að eigi mátti hundruðum telja. Undruðust menn mjög, hvað þetta ógrynni hers, er saman var dregið, skyldi.
 
— Örvar-Odds saga

Lífland skiptist milli Eistlands og Lettlands, en stærsti hlutinn er í Lettlandi. Líflenska er nú töluð af minna en 100 manns í Lettlandi og er því að deyja út.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.