Kolbeinn Sigþórsson

Kolbeinn Sigþórsson (f. 14. mars 1990) er íslenskur knattspyrnumaður.

Kolbeinn Sigþórsson
Upplýsingar
Fullt nafn Kolbeinn Sigþórsson
Fæðingardagur 14. mars 1990 (1990-03-14) (34 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 1,86 m
Leikstaða Sóknarmaður
Yngriflokkaferill
1996-2006
2006-2007
2007-2010
Víkingur
HK
AZ Alkmaar
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2006 HK 5 (1)
2010-2011 AZ Alkmaar 32 (15)
2011-2015 Ajax 80 (31)
2015-2019 Nantes FC 30 (3)
2019-2020 AIK 32 (3)
2021 IFK Göteborg 17 (4)
Landsliðsferill2
2006-2007
2009
2007-2011
2010-2021
Ísland U17
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
12 (7)
2 (0)
16 (4)
62 (26)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært des 2021.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
mars 2021.

Ferill breyta

Félagslið breyta

Kolbeinn hóf ferilinn hjá Víkingi og spilaði einnig með HK. Síðar fór hann til Hollands og spilaði með AZ Alkmaar og Ajax. Árið 2015 fór hann til franska liðsins FC Nantes. Eftir meiðsli og ósætti við stjórn liðsins fór Kolbeinn frá félaginu. Hann gerði samning við AIK vorið 2019. [1] Tveimur árum síðar hélt hann til Gautaborgar. Hann skoraði tvennu í öðrum leik sínum fyrir IFK Gautaborg.

Landslið breyta

Kolbeinn er hæsti markaskorari landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen með 26 mörk. Hann skoraði 2 mörk á EM í Frakklandi árið 2016. Kolbeinn meiddist á hné í september 2016. Meiðslin voru þrálát og bati hægur. Hann spilaði með varaliði Nantes í byrjun árs 2018 og æfði með landsliði Íslands. Kolbeinn skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í rúm 2 ár á móti Katar í nóvember 2018.

Ofbeldismál breyta

Í september 2021 kom upp á yfirborðið mál þar sem Kolbeinn var sakaður um ofbeldi á skemmtistað árið 2017, að hafa gripið um klof konu og haldið henni hálstaki. Fjölskylda konunnar sem varð fyrir því setti sig í samband við KSÍ og úr varð að Kolbeinn greiddi bætur. Fjórum árum síðar þegar málið komst í hámæli vildi Kolbeinn ekki kannast við að hafa beitt ofbeldi.

Hann var tekinn úr landsliðinu og úr liði IFK Gautaborgar í kjölfarið.[2]


   Þetta æviágrip sem tengist knattspyrnu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tilvísanir breyta

  1. Kolbeinn Sigþórsson skrifar undir hjá AIK Rúv, skoðað 31. mars, 2019.
  2. Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt Vísir.is, sótt 16/9 2021