Kola- og stálbandalag Evrópu

Kola- og stálbandalag Evrópu var yfirþjóðleg samtök stofnuð árið 1952 sem voru undanfari Evrópusambandsins. Samtökin voru stofnuð af sex Vestur-Evrópuríkjum eftir seinni heimsstyrjöldina. Stofnríkin voru Belgía, Frakkland, Holland, Lúxemborg, Ítalía og Vestur-Þýskaland. Aðalhvatamaður stofnunar samtakanna var utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem kom að Schuman-yfirlýsingunni þann 9. maí 1950. Schuman batt vonir sínar við varanlegan frið í Evrópu og sameinuð ríki. Lykillinn að hans mati var að sjá til þess að hagsmunir Frakklands og Þýskalands yrðu sameiginlegir, þar með myndu þjóðirnar ekki fara í stríð á ný.

Fáni Kola- og stálbandalagsins