Kjálkafjörður er fjörður í Barðastrandarsýslu á milli Litlaness og Hjarðarness. Fjörðurinn er um 6 km langur og í botni hans við Skiptá eru mörk Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslna. Landnáma segir að Geirsteinn kjálki hafi numið Kjálkafjörð og Hjarðarnes.

Kort af Hjarðarnesi með Kjálkafjörð til hægri.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.