Kim Delaney (fædd 29. nóvember 1961) er bandarísk leikkona og er þekktust fyrir hlutverk sitt sem rannsóknarfulltrúinn Diane Russell í N.Y.P.D. Blue.[1][2][3]

Kim Delaney
Kim Delaney
Kim Delaney
Upplýsingar
FæddKim Delaney
29. nóvember 1961 (1961-11-29) (62 ára)
Ár virk1985 -
Helstu hlutverk
Jenny Gardner Nelson í All My Children
Kathleen Maguire í Philly
Diane Russell í NYPD Blue
Claudia Joy Holden Army Wives

Einkalíf breyta

Delaney er írsk-amerísk og fæddist í Philadelphiu í Pennsylvaníu.[4] Ólst hún upp í Roxborough, Philadelphia og á fjóra bræður. Á meðan hún stundaði nám við J. W. Hallahan Catholic Girls High School og vann sem fyrirsæta hjá Elite Model Management fyrirtækinu. Eftir að hún útskrifaðist flutti hún til New York og vann þar sem fyrirsæta, á sama tíma þá stundaði hún leiklist með William Esper.

Delaney hefur verið gift tvisvar sinnum, fyrst leikaranum Charles Grant frá 1984 til 1988 og svo leikaranum Joseph Cortese frá 1989 til 1994. Eignaðist hún soninn John „Jack“ Philip Cortese árið 1990.

Árið 2002 var Delaney handtekin vegna gruns um ölvunarakstur, þegar hún neitaði að taka blásturpróf.[5] Hún játaði brotið og fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm og var skipað að taka ökutíma.

Ferill breyta

Delaney varð fyrst þekkt fyrir að leika Jenny Gardner Nelson í sápuóperunni All My Children, hlutverk sem hún lék frá ágúst 1981 til ágúst 1984. Fyrir frammistöðu sína var hún tilnefnd til Daytime Emmy-verðlaunanna. Eftir að hún hætti í þættinum byrjaði hún að koma fram í kvikmyndum á borð við That Was Then, This is Now með Emilio Estevez, síðan lék hún nunnu í spennumyndinni The Delta Force, á móti Chuck Norris.

Árið 1987 var Delaney ráðin til þess að leika Amanda Jones í Some Kind of Wonderful kvikmyndinni á móti Peter Gallagher en áður en nýr leikstjóri Howard Deutch endurréði í Lea Thompson og Craig Sheffer í hlutverkin. Árið 1994 kom Delaney fram í myndinni The Force.

Árið 1995 var Delaney ráðin til þess að leika Det. Diane Russell í NYPD Blue. Hlutverkið, sem átti upprunalega að vera stutt, varð reglulegt þegar sambandið á milli Det. Bobby Simone (Jimmy Smits) og persónu hennar varð mjög vinsælt á meðal áhorfenda. Hlutverk hennar, gaf henni fyrstu Emmy-verðlaunin, sem besta leikkona í drama þætti, og var tilnefnd tvisvar sinnum í viðbót. Þegar Smiths yfirgaf NYPD Blue ákvað framleiðandinn Steven Bochco að setja Delaney í aðalhlutverkið í nýjum þætti Philly, þrátt fyrir góðar vinsældir þá var þátturinn aðeins sýndur í eitt tímabil.

Eftir að hætt var við þáttinn ákvað CBS að velja Delaney til þess að taka við aðalkvennhlutverkinu í CSI: Miami en hún var skrifuð út eftir aðeins tíu þætti; Entertainment Weekly taldi það vera vegna lítils neista á milli Delaney og David Caruso.[6] Delaney lék í 2004 míni-seríunni 10.5 og í framhaldsseríunni frá 2006 10.5: Apocalypse. Næsta ár lék hún í The O.C.. Árið 2006 lék Delaney á móti Steven Weber í þættinum Nightmares and Dreamscapes: From the Stories of Stephen King sem kallaðist „You Know They Got a Hell of a Band“. Delaney sást næst tvisvar sinnum í Law & Order: Special Victims Unit í byrjun 2007.

Í dag leikur Delaney, Claudia Joy Holden í Lifetime TV sjónvarpsþættinum Army Wives.

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1985 That Was Then...This is Now Cathy Carlson
1986 The Delta Force Nunnan Mary
1986 Hunter´s Blood Melanie
1987 Campus Man Dayna Thomas
1988 The Drifter Julia Robbins
1991 Hangfire Maria Montoya Slayton
1991 Body Parts Karen Chrushank
1995 Project: Metalbeast Anne De Carlo
1995 Temptress Karin Swann
2000 Mission to Mars Maggie McConnell
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1983 First Affair Cathy Sjónvarpsmynd
1981-1984 Ally My Children Jenny Gardner Nelson 20 þættir
1986 The Equalizer Sally Ann Carter Þáttur: Unnatural Causes
1986 Hotel Marie Lockhart Þáttur: Forsaking All Others
1987 Perry Mason: The Case of the Sinister Spirit Susan Warrenfield Sjónvarpsmynd
1987 Cracked Up Jackie Sjónvarpsmynd
1987 L.A. Law Leslie Kleinberg 4 þættir
1987 Hooperman ónefnt hlutverk Þáttur: Baby Talk
1987 Christmas Comes to Willow Creek Jessie Sjónvarpsmynd
1988 Something Is Out There Mandy Eastabrook Sjónvarpsmynd
1988 Take My Daughters, Please Evan Sjónvarpsmynd
1989-1990 Tour of Duty Alex Devlin 18 þættir
1990 Tales from the Crypt Gloria Fleming Þáttur: The Sacrifice
1992 The Broken Cord Suzanne Sjónvarpsmynd
1992 Lady Boss Lucky Santangelo Sjónvarpsmynd
1992 The Fifth Corner Erica Fontaine ónefndir þættir
1993 The Disappearance of Christina Lilly Kroft Sjónvarpsmynd
1995 Tall, Dark and Deadly Maggie Springer Sjónvarpsmynd
1996 Closer and Closer Kate Saunders Sjónvarpsmynd
1997 All Lies End in Murder Meredith ´Mere´ Scialo Sjónvarpsmynd
1997 The Devil´s Child Nikki DeMarco Sjónvarpsmynd
2001 Love and Treason Lt. Kate Timmons Sjónvarpsmynd
2001-2002 Philly Kathleen Maguire 22 þættir
2002 CSI: Miami Megan Donner 10 þættir
1995-2003 NYPD Blue Det. Diane Russell 119 þættir
2004 Sudbury Sally Owners Sjónvarpsmynd
2004 Infidelity Danielle Montet Sjónvarpsmynd
2004 10.5 Dr. Samantha Hill Sjónvarpsmynd
2005 The O.C. Rebecca Bloom 5 þættir
2006 10.5: Apocalypse Dr. Samantha Hill Sjónvarpsmynd
2006 Nightmares and Dreamscapes: From the Stories of Stephen King Marie Rivingham Þáttur: You Know They Got a Hell of a Band
2007 Law & Order: Special Victims Unit Kapteinn Julia Millfield 2 þættir
2011 Finding a Family Illeana Sjónvarpsmynd
2007-2012 Army Wives Claudia Joy Holden 104 þættir
2013 To Appomattox Mary Todd Lincoln 4 þættir

Verðlaun og tilnefningar breyta

Daytime Emmy verðlaunin

  • 1983: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dag-dramaseríu fyrir Al l My Children.

Emmy verðlaunin

  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1997: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Golden Globe

  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Satellite verðlaunin

  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Philly.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1999: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1998: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1997: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1996: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Soapy verðlaunin

TV Guide verðlaunin

  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Viewers for Quality Television verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.


Tilvísun breyta

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2008. Sótt 4. mars 2010.
  2. http://www.platinum-celebs.com/actresses/kim-delaney/
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. desember 2009. Sótt 4. mars 2010.
  4. „KIM DELANEY | NYPD Blue | Cover Story | News + Notes | Entertainment Weekly“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2007. Sótt 4. mars 2010.
  5. „Kim Delaney is arrested for drunk driving | Austin Powers | News Summary | News | Entertainment Weekly | 1“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. maí 2011. Sótt 4. mars 2010.
  6. „Kim Delaney is leaving CSI: Miami | CSI: Miami | In the News | TV | Entertainment Weekly“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. janúar 2015. Sótt 4. mars 2010.

Heimildir breyta

Tenglar breyta