Kersti Kaljulaid

Forseti Eistlands

Kersti Kaljulaid (f. 30. desember 1969) er eistneskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti Eistlands, í embætti frá 10. október 2016. Hún er fyrsti kvenkyns þjóðhöfðingi Eistlands frá sjálfstæði landsins, auk þess að vera yngsti forseti í sögu landsins.

Kersti Kaljulaid
Kersti Kaljulaid árið 2018.
Forseti Eistlands
Í embætti
10. október 2016 – 11. október 2021
ForsætisráðherraTaavi Rõivas
Jüri Ratas
Kaja Kallas
ForveriToomas Hendrik Ilves
EftirmaðurAlar Karis
Persónulegar upplýsingar
Fædd30. desember 1969 (1969-12-30) (54 ára)
Tartu, Eistlandi
StjórnmálaflokkurFöðurlandsflokkurinn (2001–2004)
MakiGeorgi-Rene Maksimovski
Börn4
HáskóliHáskólinn í Tartu
StarfStjórnmálamaður
Kersti Kaljulaid (2021)

Kaljulaid var 46 ára þegar hún var kjörin forseti og hafði þá unnið hjá Endurskoðunarrétti Evrópusambandsins síðastliðin tólf ár. Hún var óvænt tilnefnd sem forsetaefni í september 2016 eftir að eistneska þinginu hafði þrisvar mistekist að koma sér saman um nýjan forseta. Eistland hafði þá verið forsetalaust í fimm vikur þar sem annað kjörtímabil sitjandi forsetans, Toomasar Hendriks Ilves, var runnið út og hann ókjörgengur til þriðja kjörtímabils. Kaljulaid var kjörin forseti af þinginu þann 3. október með 81 atkvæði af 101.[1]

Kaljulaid var lítið þekkt miðað við aðra frambjóðendur þegar stungið var upp á henni sem forseta.[2][3][4] Hún svaraði þeirri gagnrýni í viðtölum og í opnu bréfi til almennings með því að lofa að vera sýnileg um allt landið og eiga beinar samræður við Eistlendinga.[5] Í fyrstu skoðanakönnunum sem teknar voru eftir að hún varð forseti mældist Kaljulaid með stuðning 73% landsmanna.[6]

Árið 2021 ákvað ríkisstjórn Kaju Kallas forsætisráðherra að styðja Kaljulaid ekki til endurkjörs í forsetaembætti.[7] Kaljulaid hugðist engu að síður gefa kost á sér til annars kjörtímabils en henni tókst ekki að afla sér meðmæla nógu margra þingmanna til þess að vera kjörgeng í forsetakosningunum.[8]

Tilvísanir breyta

  1. „Kaljulaid nýr forseti Eistlands“. mbl.is. 3. október 2016. Sótt 24. september 2019.
  2. DELFI TÄNAVAKÜSITLUS: Kui tuntud on Kersti Kaljulaid rahva seas? Delfi, 27. september 2016 Skoðað 23. september 2019.
  3. Kaljulaiust: rahvale tundmatu inimene, kelle nimegagi eksitakse. Postimees, 28. september 2015. Skoðað 23. september 2019.
  4. JANEK MÄGGI: Eestile otsiti presidenti justkui personalifirma kaudu Geymt 17 september 2017 í Wayback Machine Pealinn, 3. október 2015. Skoðað 23. september 2019.
  5. Kersti Kaljulaid: minu kiri kõigile Eestimaa inimestele Geymt 5 október 2016 í Wayback Machine. Postimees, 29. september 2015. Skoðað 23. september 2019.
  6. „New Estonian president's approval rating at 73%“. ERR. 21. október 2016. Sótt 21. október 2016.
  7. „Speaker calls Riigikogu presidential election session for August 30“. Eesti Rahvusringhääling. 14. júní 2021.
  8. „Parties still searching for potential presidential candidates“. Eesti Rahvusringhääling. 2. júlí 2021.


Fyrirrennari:
Toomas Hendrik Ilves
Forseti Eistlands
(10. október 201611. október 2021)
Eftirmaður:
Alar Karis